30 ára afmælismót SJÓSNÆ 12.-13. júní

Stjórn Snjósnæ býður ykkur velkomin á opna Sjósnæ mótið 12.-13.júní 2020
Þá er loksins komið að hinu stórskemmtilega opna móti Sjósnæ
Þetta árið fagnar félagið 30 ára afmæli og því mikil veisla framundan

ATHUGIÐ AÐ DAGSKRÁ KANN AÐ BREYTAST EN UPPFÆRIST JAFNHARÐAN
Sætaferðir verða í boði en kynnt nánar síðar

Fimmtudagur 11. júní
Kl. 20:00   Mótssetning í Björgunarsveitarhúsinu Von á Rifi. Kvöldverður og kaffi.

Föstudagur  12.júní
Kl. 05:30   Mæting á bryggju
Kl. 06:00   Haldið til veiða frá Ólafsvík
Kl. 14:00   Veiðarfæri dregin upp, haldið til hafnar
Kl. 20:00   Léttur snæðingur Sjóminjasafninu Hellissandi. Aflatölur dagsins birtar ofl.

Laugardagur 13. júní
Kl. 05:30   Mæting á bryggju
Kl. 06:00   Haldið til veiða frá Ólafsvík
Kl. 14:00   Veiðarfæri dregin upp, haldið til hafnar
Kl. 14:30   Kaffihlaðborð í Grunnskóla Ólafsvíkur

Kl. 19:30   Lokahóf í Félagsheimilinu Röst Hellissandi. Léttvín og bjór (enginn posi)

Keppnisgjald kr. 15.000,-  Stakur miði á lokahófið kr. 5.000,-

Innifalið fyrir keppendur í mótsgjaldi
Mótsgögn – Nesti fyrir báða keppnisdaga
Léttur snæðingur fyrri dag og Bryggjukaffi seinni dag
Miðar í sund báða dagana – Aðgangur fyriri lokahóf Sjósnæ

Þátttökutilkynningar
Félagar SJÓL tilkynni þátttöku sína til síns formanns í síðasta lagi fimmtudaginn 4. júní

Sjósnæfélagar tilkynni þátttöku sína til Sigurjóns Helga Hjelm formanns í
síma 844-0330 í síðasta lagi kl. 20:00 fimmtudaginn 4. júní

Kær kveðja,
Stjórn Sjósnæ

Gistimöguleikar
Bikers Paradise 1-4manna herbergi S;4361070

Við Hafið 2-3-4manna herbergi+svefnpokapláss 8958166

Airbnb+Hotels.com+Booking.com eru með nokkur gistirými

Hótel Ólafsvík er lokað en það eru nokkur herbergi
undir Welcome apartments.

Helstu niðurstöður frá Sjóskipsmótinu

Alveg frábært mót hjá Sjóskip er nú lokið þar sem sólin og góða skapið heiðraði
30 keppendur og 9 skipstjóra og aðstoðarfólk þessa helgina

Ég vil byrja á að þakka öllum þeim sem komu að mótinu og þá sérstaklega Olís sem veitti okkur keppnisstyrk sem og bátaeigendum og skipstjórum sem eru okkur ómissandi

Eitt landsmet var slegið á mótinu og var það Skrápflúra uppá 820 gr. en fyrra met var 405 gr. frá 2014. Sjóskip óskar Kristbirni til hamingju með nýtt landsmet

Eins og í öllum keppnum eru sigurvegarar og hér koma helstu upplýsingar um þá

Aflahæstu karlar
Marínó Freyr Jóhannesson, Sjóskip
Skúli Már Matthíasson, Sjóskip
Jón Einarsson, Sjósnæ

Aflahæstu konur
Dröfn Árnadóttir, Sjór
Beata Makilla, Sjósnæ
Fanney Jóhannesdóttir, Sjóak

Aflahæstu skipstjórar
Rún AK-125. Marínó Freyr Jóhannesson
María AK-041. Jón Pétur Úlfljótsson
Mar AK-74. Rögnvaldur Einarsson

Flestar fisktegundir
Arnar Eyþórsson, Sjóskip
Gilbert Ó. Guðjónsson, Sjór
Kristbjörn Rafnsson, Sjósnæ

Stærstu fiskar í tegund
Þorskur 18,0 kg. Smári Jónsson, Sjór
Ýsa 3,6 kg. Skúli Már Mathhíasson, Sjóskip
Ufsi 11,5 kg. Hjalti Kristófersson, Sjóskip
Karfi 1,2 kg. Kristján Tryggvason, Sjór
Steinbítur 6,7 kg. Beata Makilla, Sjósnæ
Langa 2,2 kg. Gunnar Jónsson, Sjósnæ
Sandkoli 0,29 kg. Gilbert Ó. Guðjónsson, Sjór
Keila 9,7 kg. Pétur Þór Lárusson, Sjóskip
Marhnútur 0,27 kg. Arnar Eyþórsson, Sjóskip
Lýsa 1,5 kg. Pétur Þór Lárusson, Sjóskip
Skrápflúra 0,82. Kristbjörn Rafnsson, Sjósnæ (Landsmet)

Spurningar og svör fyrir aðalmótið hjá Sjóskip 2020

Nú fer að styttast í mótið okkar og hér að neðan eru helstu svör við helstu spurningum sem keppendur vilja vita en á mótinu eru skráðir keppendur 31 talsins.

Hverjir eru mótstjórar?
Sigurjón Már Birgisson, formaður Sjóskips s: 669-9612
Victor Logi Einarsson, gjaldkeri Sjóskips s: 664-8586
Marinó Jóhannesson, ritari Sjóskips s: 844-1003
Jóhanes Simonsen, bátaumsjón s: 865-1142

Hverjir sjá um vigtun og skráningu á aflanum?
Einar Guðmundsson, vigtarmaður Faxaflóahafna og Jóhannes Hreggviðsson, verkstjóri
Aðstoðarmenn eru Sigmundur Lýðsson, Hjalti Kristófersson, Pétur Þór Lárusson og mótstjórar Sjóskips.

Hverjir eru í Dómnefnd (kærunefnd)?
Sigurjón Már Birgisson formaður. Tilkynna skal boðaða kæru í s: 669-9612 og skal kærufundur haldinn á Fiskmarkaðinum Akranesi 2.h. Aðrir aðilar eru formenn félagana eða fulltrúar á þeirra vegum.

Hvernig beita verður á mótinu?
Beitan verður Síld, 2 pönnur verða fyrir hvern 3 stanga bát fyrir báða veiðidaga.

Hvar verða mótsgögn afhend?
Mótsgögn afhendast á bryggjunni föstudagsmorgun en röðun á báta verður birt fimmtudagskvöldið fyrir keppnina á www.sjol.is. Niðurstöður frá keppninni verða prentuð út fyrir hvert Sjóstangaveiðifélag og afhend á lokahófinu, þeir sem óska eftir að fá sent eintak í tölvupósti senda beiðni á sigurjonmarb@gmail.com en einnig er hægt að nálgast og prenta út gögnin á www.sjol.is

Hver er veiðitíminn?
Á föstudeginum byrjar veiðin kl. 06:00 Veitt verður innan hafnar fyrstu 30 mín.
Veiðum síðan hætt kl. 15:00 og haldið til hafnar.

Á laugardeginum byrjar veiðin kl. 06:00 og veiðum hætt kl. 13:00 og haldið til hafnar

Þarf að flokka afla um borð í bátnum og er undirmál fyrir tegundir?
Nei, veiðimenn setja allan fisk í bátakörin, vigtarmenn flokka frá undirmál og vigta stærsta fisk í tegund. Minni fisktegundir fara í bláan poka sem fylgir með mótsgögnum. Pokan skal setja í bátakar veiðimanns.

Já, Þorskur og Ufsi sem eru minni en 50 cm flokkast sem undirmál í keppninni.
Ef Þorskur eða Ufsi nær ekki 50 cm. þá er einn fiskur merktur sem tegund.

Hvaða drykkir verða í boði um borð í bátum fyrir keppendur?
2 ltr. fyrir hvern keppanda á mótinu. Sódavatn 2 x 0,5 ltr. og Appelsín 2 x 0,5 ltr.
Drykkir eru afhendir á föstudag fyrir báða dagana.

Hvernig getum við haft samband við aðra báta á mótinu?
Bátarnir munu nota Talstöðvarás nr. 13 fyrir almenn samskipti á mótinu.

Hver er leyfilegur ganghraði báta á mótinu?
Hámarks ganghraði eru 17 sjómílur. Bátum er heimilt að sigla hraðar í höfn eftir að veiði er lokið en á meðan veiðitíminn er í gangi gilda 17 sjómílur.

Hvenær eiga veiðimenn að færa sig um veiðipláss um borð í bátunum?
Veiðitími fyrir skipti keppanda um borð byrjar að telja frá þeim tíma þegar veiði hefst fyrir utan hafnargarð. Keppendur skiptast á veiðiplássi þegar veiðitíminn er hálfnaður.

Hvaða verðlaun verða í boði á mótinu?
Veitt verða verðlaun fyrir 1. 2. 3 sæti, aflahæsti karl/kona/skipstjóri/sveit og flestar tegundir. Ein verðlaun fyrir stærsta fisk mótsins og stærstu fiska í hverri tegund.

Hvar verður lokahófið?
Lokahófið verður á veitingarstaðnum Gamla Kaupfélaginu, Kirkjubraut 11.
Húsið opnar kl. 19:00 og dagskrá hefst kl. 20:00 til kl. 23:00
Boðið verður uppá grillstemmingu, Lamba Prime ásamt meðlæti og kaffi eftir mat.
Þeir sem vilja kaupa veigar lokahófinu þá verður opinn bar í salnum.