Góður árangur hjá Sjóskip 2018

Nú þegar veiðiárið 2018 er lokið er ekki annað hægt en að hrósa okkar félagsmönnum fyrir góðan árangur sem og dugnað við að sækja á þau mót sem haldin voru í sumar. Veiðimenn frá Sjóskip veiddu samtals um 14,4% af þeim heildarafla sem veiddur var í sumar eða 13.242 kg.

Á www.sjol.is má nálgast ítarlegar upplýsingar um mót sumarsins sem og upplýsingar um heildarstöðu keppenda en hér er smá yfirlit yfir árangur okkar félagsmanna sem kepptu í sumar.

Stigaskor frá aðalmótum SJÓL sem taldi til íslandsmeistara 2018
3. sæti: 661 stig. Jóhannes Marían Simonsen  (5 mót. 3.777 kg.)   6 tegundir
4. sæti: 656 stig. Skúli Már Matthíasson           (7 mót. 4.236 kg.) 10 tegundir
7. sæti: 632 stig. Arnar Eyþórsson                    (5 mót. 1.827 kg.)   8 tegundir
13. sæti: 544 stig. Sigurjón Már Birgisson         (3 mót. 1.326 kg.)   6 tegundir
20. sæti: 392 stig. Hjalti K. Kristófersson           (2 mót. 1.009 kg.)   4 tegundir
22. sæti: 379 stig. Guðjón Gunnarsson             (2 mót.    351 kg.)   6 tegundir
45. sæti: 188 stig. Marínó Freyr Jóhannesson  (1 mót.    429 kg.)   5 tegundir
55. sæti: 153 stig. Victor Logi Einarsson           (1 mót.    176 kg.)   2 tegundir
59. sæti: 142 stig. Stefán Jónsson                    (1 mót.    110 kg.)   3 tegundir

Síðan náðu menn einnig að veiða stærsta fisk sumarsins í tegund.
Skúli Már Matthíasson: Stærsta Langa 13,8 kg. og stærsta Síld 0,42 kg.
Jóhannes M. Simonsen: Stærsti Steinbítur 9,87 kg.
Arnar Eyþórsson: Stærsta Keila 8,40 kg.
Guðjón Gunnarsson: Stærsta Tindaskata 0,33 kg.

Til hamingju með þennan árangur og þann dugnað að sækja á þau veiðmót sem haldin eru víða um landið í nafni Sjóskips.