Fulltrúar Sjóskips að koma sterkir inn þegar tveimur mótum er lokið

Nú þegar tveimur mótum er lokið og stutt í það þriðja sem þarf til fyrir íslandsmeistara SJÓL 2018 eru keppendur frá Sjóskip að koma sterkir inn og ef áfram heldur verða þeir í baráttunni um titilinn þetta árið 🙂

Staða félaga frá Sjóskip í dag af þeim 40 keppendum sem tekið hafa þátt í Aðalmótum SJÓL 2018 er á þessa leið og spennandi verður að sjá þegar næsta móti lýkur hjá SJÓR hver staðan verður en það mót er með þeim fjölmennustu á hverju ári.

1. sæti. Jóhannes Marian Simonsen. stig 442 – afli 893kg. (2 mót)
3. sæti. Skúli Már Matthíasson.          stig 419 – afli 953kg. (2 mót)
5. sæti. Arnar Eyþórsson.                   stig 399 – afli 728kg. (2 mót)
6. sæti. Guðjón Gunnarsson.              stig 379 – afli 351kg. (2 mót)

16. sæti. Hjalti K. Kristófersson.            stig 212 – afli 557kg. (1 mót)
17. sæti. Sigurjón Már Birgisson.          stig 200 – afli 378kg. (1 mót)
19. sæti. Marinó Freyr Jóhannesson.   stig 188 – afli 429kg. (1 mót)
27. sæti. Victor Logi Einarsson.            stig 153 – afli 176kg. (1 mót)
29. sæti. Stefán Jónsson.                     stig 142 – afli 110kg. (1 mót)

Kveðja,
Sjóskip

Aðalmót Sjóve 13.- 14. júlí

Opnað hefur verið fyrir skráningu á Aðalmót Sjóstangaveiðifélags Vestmannaeyja sem telur til íslandsmeistara SJÓL 2018. þátttaka tilkynnist til formanns þíns félags sem miðlar upplýsingum um þáttakendur, trúnaðarmenn og sveitir til mótstjórnar Sjósnæ.
Skráning er opin til 5. júlí kl. 20:00

Fimmudagur 12.júlí
Kl. 20:00 Mótssetning í félagsheimili Sjóve

Föstudagur 13. júlí
Kl. 06:30   Mæting á smábátabryggju (Viktartorgi)
Kl. 07:00   Haldið til veiða frá Smábátabryggju
Kl. 15:00   Veiðafæri dregin upp og haldið til hafnar
Kl. 15:30   Löndun, hressing og fjör
Kl. 20:00   Aflaspjall og afrek dagsins rædd í félagsheimili Sjóve.

Laugardagur 14. júlí
Kl. 05:30   Mæting á smábátabryggju (Viktartorgi)
Kl. 06:00   Haldið til veiða frá smábátabryggju
Kl. 14:00   Veiðafæri dregin upp og haldið til hafnar
Kl. 14:30   Löndun og ennþá meira fjör
Kl. 20:00   Lokahóf í félagsheimili Sjóve

Mótsgjald kr. 15.000,-
Innifalið í mótsgjaldi fyrir keppendur: Mótsgögn, kaffi og súpa við komuna í land á föstudag og miði á lokahófið.  Stakur miði á lokahófið kr. 5.000,-

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á http://www.sjove.is
Formaður.  Sigtryggur Þrastarsson  sími: 860-2759
Ritari.         Njáll Ragnarsson  sími: 825-7964
Gjaldkeri.   Ævar Þórisson  sími:  896-8803

Aðalmót Sjór 22.–23. júní

Aðalmót Sjóstangaveiðifélags Reykjavíkur verður haldið á Patreksfirði 22.–23. júní Þáttökugjald er 15.000 kr. sem greiðist við mótssetningu.
Innifalið er miði á lokahóf – aukamiði kostar 5.000 kr.

Bent er á að hægt er að taka ferjuna Baldur frá Stykkishólmi kl. 9:00 og 15:45 á fimmtudeginum 21. júní, og til baka frá Brjánslæk á sunnudeginum 24. júní, kl. 12:15 og 19:00. Sjá nánar á heimasíðu Sæferða www.saeferdir.is.

HÆGT ER AÐ SKRÁ SIG MEÐ ÝMSU MÓTI
• Á heimasíðu SJÓR https://sjorek.is/skraning-a-mot/
• Með tölvupósti á sjorek@outlook.com
• Koma skráningu til formanns þíns félags

Frestur til skráningar rennur út kl. 20:00, miðvikudaginn 13. júní. Takið einnig fram ef maki eða aðrir gestir eru með í för, svo hægt sé að áætla fjölda á lokahófið.
Síðan mun ykkar formaður, tilkynna okkur þátttökuna sama dag.

EINS DAGS VEIÐI
Samkvæmt þriðju grein laga SJÓL verður boðið upp á eins dags veiði innan veiðitímabils. Veiðimaður sem skráir sig til veiði einn dag skal gera grein fyrir hvorn daginn hann vill veiða og mun mótstjórn reyna að verða við óskum þeirra sem það kjósa.

DAGSKRÁ

Fimmtudagur 21. júní
Kl. 20:00 Kjötsúpa í Félagsheimili Patreksfjarðar, Aðalstræti 107
Kl. 21:00 Mótið sett, skipstjórar og trúnaðarmenn settir í störf

Föstudagur 22. júní
Kl. 05:30 Mæting á bryggju hjá löndunarkrönum
Kl. 06:00 Siglt á fengsæl mið
Kl. 14:00 Veiði hætt og haldið til hafnar
Kl. 15:00 Leikur Íslands og Nigeríu í félagsheimilinu. Grill í boði SJÓR eftir leik
Kl. 19:30 Farið verður yfir aflatölur dagsins

Laugardagur 23. júní
Kl. 05:30 Mæting á bryggju
Kl. 06:00 Haldið til veiða á ný
Kl. 14:00 Haldið til hafnar
Kl. 20:30 Lokahóf og verðlaunaafhending í félagsheimilinu

ATHUGIÐ
Keppendur sjá sjálfir um nestið sitt um borð en boðið verður uppá vatn og gos.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Fyrir hönd Sjóstangaveiðifélags Reykjavíkur, stjórn SJÓR