Innanfélagsmót Sjóskips 11. maí 2019

Innanfélagsmótið sem frestað var þann 23. mars vegna veðurs verður haldið næstkomandi laugardag. Sjóskip biðst velvirðingar á stuttum fyrirvara.

Frekari upplýsinga er hægt að nálgast hjá formanni félagsins.

Aðalmót Sjóve 10. og 11. maí 2019

Sjóstangaveiðifélag Vestmannaeyja tilkynnir næsta aðalmót ársins

Fimmudagur 9.maí
Kl. 20.00 Mótssetning í félagsheimili Sjóve

Föstudagur 10.maí
Kl. 06.30 Mæting á smábátabryggju ( Viktartorgi )
Kl. 07.00 Haldið til veiða frá Smábátabryggju
Kl. 15.00 Veiðafæri dregin upp, og haldið til hafnar
Kl. 15.30 Löndun, hressing og fjör
Kl. 20.00 Aflaspjall og afrek dagsins rædd í félagsheimili Sjóve

Laugardagur 11.maí
Kl. 05.30 Mæting á smábátabryggju ( Viktartorgi )
Kl. 06.00 Haldið til veiða frá Smábátabryggju
Kl. 14.00 Veiðafæri dregin upp, og haldið til hafnar
Kl. 14.30 Löndun og ennþá meira fjör
Kl. 20.00 Lokahóf í félagsheimili Sjóve

Mótsgjald er Kr 15.000.-
Innifalið í mótsgjaldi fyrir keppendur : Mótsgögn og gott skap. Kaffi og eða súpa við komuna í land á föstudag. Einn miði á lokahóf. Stakur miði á lokahóf er kr. 5.000.-
Lokaskráning er mánudagurinn 7.maí Kl. 20:00

Skráning
Þátttaka tilkynnist til formanns í þínu félagi og síðan mun ykkar formaður
tilkynna okkur ykkar þátttöku á heimasíðu Sjóve www.sjove.is

Nánari upplýngar 
Formaður. Sigtryggur Þrastarsson sími: 860-2759
Gjaldkeri. Ævar Þórisson sími: 896-8803

Aðalmót Sjóskips 15. mars

Núna er komið að fyrsta móti ársins sem telur til íslandsmeistara og verður það haldið á Akranesi dagana 15. og 16. mars á vegum Sjóskips

Fimmtudagur 14. mars
Kl. 20:00 Mótssetning verður á Fiskmarkaðnum, Faxabraut 7
Skipstjórar og trúnaðarmenn settir í störf

Föstudagur 15. mars
Kl. 05:30 Mæting á bryggju hjá löndunarkrönum
Kl. 06:00 Siglt á miðin
Kl. 14:00 Veiði hætt og haldið til hafnar
Kl. 14:30 Léttar veitingar á Fiskmarkaðnum, Faxabraut 7

Aflatölur fyrri dags verða birtar á sjol.is og við bryggju daginn eftir

Laugardagur 16. ágúst
Kl. 05:30 Mæting á bryggju
Kl. 06:00 Haldið til veiða á ný
Kl. 14:00 Veiði hætt og haldið til hafnar
Kl. 20:00 Lokahóf og verðlaunaafhending verður haldið í
Félagsheimili hestamanna á Æðarodda

Þátttökugjald kr. 15.000,- sem greiðist við mótssetningu
Aukamiði á lokahófið kr. 5.000,-

Ekki verður boðið uppá nesti um borð í bátum en drykkjarvatn verður um borð. Formenn eru vinsamlega beðnir um að upplýsa sína keppendur svo að þeir geti tryggt sjálfir það nesti sem þeir kjósa að hafa með sér.

Um skráningu.
Veiðimaður tilkynnir þáttöku til formanns þess félags sem hann er aðili að.
Formenn senda síðan staðfestingu til Sjóskips um fjölda keppenda, sveitaskipan ofl.

Tilkynning frá formananni hvers félags þarf að berast formanni Sjóskip
fyrir kl. 20:00 – 10. mars.

Ef það eru einhverjar spurningar varðandi mótið er hægt að hafa samband við Jóhannes formann Sjóskips í síma 860-0942 eða senda tölvupóst á johannes@skaginn3x.com