Góður árangur hjá Sjóskip 2018

Nú þegar veiðiárið 2018 er lokið er ekki annað hægt en að hrósa okkar félagsmönnum fyrir góðan árangur sem og dugnað við að sækja á þau mót sem haldin voru í sumar. Veiðimenn frá Sjóskip veiddu samtals um 14,4% af þeim heildarafla sem veiddur var í sumar eða 13.242 kg.

Á www.sjol.is má nálgast ítarlegar upplýsingar um mót sumarsins sem og upplýsingar um heildarstöðu keppenda en hér er smá yfirlit yfir árangur okkar félagsmanna sem kepptu í sumar.

Stigaskor frá aðalmótum SJÓL sem taldi til íslandsmeistara 2018
3. sæti: 661 stig. Jóhannes Marían Simonsen  (5 mót. 3.777 kg.)   6 tegundir
4. sæti: 656 stig. Skúli Már Matthíasson           (7 mót. 4.236 kg.) 10 tegundir
7. sæti: 632 stig. Arnar Eyþórsson                    (5 mót. 1.827 kg.)   8 tegundir
13. sæti: 544 stig. Sigurjón Már Birgisson         (3 mót. 1.326 kg.)   6 tegundir
20. sæti: 392 stig. Hjalti K. Kristófersson           (2 mót. 1.009 kg.)   4 tegundir
22. sæti: 379 stig. Guðjón Gunnarsson             (2 mót.    351 kg.)   6 tegundir
45. sæti: 188 stig. Marínó Freyr Jóhannesson  (1 mót.    429 kg.)   5 tegundir
55. sæti: 153 stig. Victor Logi Einarsson           (1 mót.    176 kg.)   2 tegundir
59. sæti: 142 stig. Stefán Jónsson                    (1 mót.    110 kg.)   3 tegundir

Síðan náðu menn einnig að veiða stærsta fisk sumarsins í tegund.
Skúli Már Matthíasson: Stærsta Langa 13,8 kg. og stærsta Síld 0,42 kg.
Jóhannes M. Simonsen: Stærsti Steinbítur 9,87 kg.
Arnar Eyþórsson: Stærsta Keila 8,40 kg.
Guðjón Gunnarsson: Stærsta Tindaskata 0,33 kg.

Til hamingju með þennan árangur og þann dugnað að sækja á þau veiðmót sem haldin eru víða um landið í nafni Sjóskips.

Lokahóf Sjól 27. október 2018

Kæru veiðifélagar,

Nú hefur SJÓL hafið undirbúning fyrir aðalviðburð ársins sem er sjálft lokahófið.
Nánari upplýsingar um dagskrá kvöldsins verða tilkynnt síðar en það sem liggur fyrir á þessari stundu má sjá hér að neðan.

Nú er bara að fjölmenna og hafa þetta enn skemmtilegra en síðast.

Hvenær: Laugardaginn 27. október. Húsið opnar kl. 19:00, borðhald hefst kl. 20:00

Hvar: Grandagarður 18, 101 Rvk. (HÖLLIN, félagsheimili Sjór)

Veitingar: Tveggja rétta matseðill ásamt fordrykk.

Þátttökugjald: kr. 10.000,-

Skráning á lokahófið
Stjórn hvers sjóstangaveiðifélags mun halda utan um þáttökulistann og innheimtu á lokahófið í samvinnu við SJÓL þannig að félagsmenn sjóstangaveiðifélaga eru vinsamlega beðnir um að tilkynna þáttöku til síns formanns.

Undirbúningsnefnd
Búið að er ná saman félagsmeðlimum frá flestum sjóstangaveiðifélögum og munu Hersir og Ágústa frá Sjór halda utan um helstu atriði og deila verkum milli aðila. Hvetjum félagsmenn til að vera í sambandi við þau ef þið eigið skemmtilegar myndir frá sumrinu eða góða sögu sem átti sér stað á þessu veiðiári.

Kær kveðja,
Sigurjón Már B.