Aðalmót Sjósnæ 8.-9. júní

Skráning á Aðalmót Sjóstangaveiðifélags Snæfellsbæjar sem telur til íslandsmeistara SJÓL 2018 rennur út eftir aðeins 11 daga og hvetjum við alla félagsmenn til að taka þátt. þátttaka tilkynnist til formanns þíns félags sem miðlar upplýsingum um þáttakendur, trúnaðarmenn og sveitir til mótstjórnar Sjósnæ.

Dagskrá:

Fimmudagur 7. júní
Kl. 20.00 Mótssetning og léttur snæðingur í íþróttahúsi Snæfellsbæjar, Engihlíð 1

Föstudagur 8. júní
Kl. 05.30 Mæting við smábátahöfnina í Ólafsvík.
Kl. 06.00 Haldið til veiða
Kl. 14.00 Væði hætt og haldið til hafnar
Kl. 14.30 Bryggjukaffi í Íþróttahúsinu, Engihlíð 1
Kl. 20.00 Léttar veitingar þar til aflatölur berast í Íþróttahúsinu, Engihlíð 1

Laugardagur 9. júní
Kl. 05.30 Mæting við smábátahöfnina í Ólafsvík
Kl. 06.00 Haldið til veiða
Kl. 14.00 Væði hætt og haldið til hafnar
Kl. 14.30 Bryggjukaffi í Íþróttahúsinu, Engihlíð 1
Kl. 20.00 Lokahóf í Voninni, Hafnargötu 1, Rifi

Mótsgjald Kr 15.000.-  Aukamiði á lokahófið Kr 5.000.-

Innifalið í mótsgjaldi fyrir keppendur
Mótsgögn, nesti, bryggjukaffi, lokahófsmiði og sundmiðar fyrir báða keppnisdaga

Gistimöguleikar
Náttskjól Homestay, Brautaholt 2, +354 867-8807
https://www.west.is/…/inspirati…/services/nattskjol-homestay

North Star Hótel Ólafsvík, Ólafsbraut 20, +354 487 1212
http://olafsvik.northstar.is/

Welcome Apartments in Ólafsvík, Ólafsbraut 19, +354 487 1212
http://olafsvik.welcome.is/

Við Hafið, Ólafsbraut 55, +354 436-1166, vid.hafid@hotmail.com

Hótel Hellissandur, Klettsbúð 9 +354 487 1212

Tjaldsvæði Ólafsvík, 433-6929

Nánari upplýsingar má nálgast í síma 844-0330 eða á sjosnae@sjosnae.is

Aðalmót Sjóskips 23.-24.mars

Opnað hefur verið fyrir skráningu Aðalmót Sjóskips sem telur til íslandsmeistara innan Landsambands sjóstangaveiðiélaga.

Fimmtudagur 22. mars
Kl. 20:00 Mótssetning verður á Fiskmarkaðnum, Faxabraut 7
Skipstjórar og trúnaðarmenn settir í störf.

Föstudagur 23. mars
Kl. 05:30 Mæting á bryggju hjá löndunarkrönum
Kl. 06:00 Siglt á miðin
Kl. 14:00 Veiði hætt og haldið til hafnar
Aflatölur fyrri dags verða birtar á sjol.is og við bryggju daginn eftir

Laugardagur 24. ágúst
Kl. 05:30 Mæting á bryggju
Kl. 06:00 Haldið til veiða á ný
Kl. 13:00 Veiði hætt og haldið til hafnar
Kl. 20:00 Lokahóf og verðlaunaafhending. Gamla Kaupfélagið, Kirkjubraut 11

Ekki verður boðið uppá nesti um borð í bátum en drykkjarvatn verður um borð.
Undirmál Þorsks og Ufsa eru 50 cm. Ekkert undirmál fyrir aðrar tegundir.

Þátttökugjald kr. 15.000,-
Greiðist við mótssetningu eða inná reikning Sjóskips kt. 490894-2099. 552-26-2831
Aukamiði á lokahófið kr. 5.000,-

Veiðimaður þarf að tilkynna þáttöku til formanns þess félags sem hann er aðili að
Formenn senda staðfestingu til formann Sjóskips um fjölda keppenda, sveitaskipan ofl.
Tilkynning frá formananni hvers félags þarf að berast Sjóskip fyrir kl.20:00 – 19. mars

Ef það eru einhverjar spurningar varðandi mótið er hægt að hafa samband við Jóhannes formann Sjóskips í síma 860-0942 eða senda tölvupóst á johannes@skaginn3x.com

Ný stjórn tekin við Sjóstangaveiðifélaginu Skipaskagi

Aðalfundur Sjóskips var haldinn í gær 6. mars. og kosin var ný stjórn félagsins.
Hér að neðan eru helstu atriðin sem tekin voru fyrir á fundinum.

Ný stjórn
Formaður: Jóhannes Símonsen
Gjaldkeri: Victor Logi Einarsson
Ritari: Marínó Jóhannesson

Ársreikningur 2017 var kynntur og var samþykktur án athugasemda félagsmanna en tap var á árinu að upphæð kr. 263.668,- Ekkert mót var haldið þetta árið og kostnaður liggur að mestu í lögfræðikostnaði vegna stjórnsýslukæru allra sjóstangaveiðifélaga gagnvart Fiskistofu. Öll átta félögin innan Landssambands Sjóstangaveiðifélaga tóku jafnan hlut.

 

Farið var yfir mótskrá 2018 og ákveðið að shalda tvö mót sem Fiskistofa hefur samþykkt og veitt Sjóskip aflaheimild. Landsmót Sjóskips er áætlað 23-24. mars og
Innanfélagsmót Sjóskips áætlað 12. maí.

Félagsgjald er óbreytt milli ára.