Gleðilega hátíð 2021

Heil og sæl kæru félagsmenn og aðstandendur

Árið var svo sannarlega krefjandi og eftir að hafa þurft að fresta sjóstangaveiðimótum ítrekað endaði það þvi miður þannig að ekkert Aðalmót hjá Sjóskip var haldið en slík staða hefur ekki átt sér stað í mjög langan tíma. Innanfélagsmótið náðist rétt fyrir lokun veiðiársins.

Þáttaka félagsmanna þetta veiðiár var líka með minnsta móti og skýringar kunnar enda fjölmargar takmarkanir, frestun móta ofl. sem gerði mönnum erfitt fyrir á árinu. Engu að síður þá afrekaði Arnar Eyþórsson félagsmaður hjá Sjóksip að landa sigri á aðalmótum ársins fyrir flestar veiddar fisktegundir. Sjóskip óskar Arnari innilega til hamingju með árangurinn.

Sjóskip óskar öllum félagsmönnum, skipstjórum og aðstandendum gleðilega hátíð og farsældar á nýju ári.

Bestu kveðjur,
Stjórn Sjóskips