Aðalmót Sjóskips fellt niður

Kæru félagsmenn og aðstandendur.

Eftir stjórnarfund í gærkvöldi þá varð okkur ljóst að dæmið var ekki að ganga upp til að geta haldið Aðalmót í september eftir að hafa þurft að fresta mótinu vegna veðurs og svo síðar vegna Covid þá hefur framvindan verið okkur afar þröngum kostum gefin.

Niðurstaðan er því sú að ekkert Aðalmót á vegum Sjóskip verður haldið þetta árið en við ætlum að reyna að setja á laggirnar Innanfélagsmót fyrir okkar félagsmenn í september.

Með vinsemd og virðingu,
Stjórn Sjóskips