Innanfélagsmót Sjóskips 24. apríl 2021


Nú er skráningu lokið og vegna ýmissa takmarka mun innanfélagsmótið eingöngu vera fyrir félagsmenn og nýliða sem eru í heimabyggð þetta árið.

Ekki verður boðið uppá nesti eða drykkjarvatn, aðilar þurfa að sjá um það sjálfir. Andlitsgrímur verða um borð og aðkoma inn í stýrishúsið er bönnuð.

Lokahóf og verðlaunaafhending verður frestað þar til félagsmenn geta tekið sér góðan dag saman með skipstjórum og aðstoðarmönnum.

Siglt verður út laugardaginn 24. apríl kl. 06:00 og veiði hætt kl. 15:00
Veiðin verður í og við Faxaflóann þannig að stutt er á miðin og í land.
Og að venju verður ekki boðið uppá beitu um borð í bátum.