Gleðilega hátíð 2020

Nú þegar fer að líða að jólum og áramótum horfir maður oft til baka og fer yfir það liðna á árinu sem senn rennur sitt skeið.

2020 hefur verið krefjandi ár fyrir flesta landsmenn og þá sérstaklega fyrir félagasamtök sem augljóslega treysta á þann félagsskap sem hann býr yfir hverju sinni. Sjóskip hefur ekki yfir að búa fjölmennum félagsskap og því mikilvægt að geta hlúað að þeim sem hann sækja.

Þrátt fyrir allar þær hindranir sem að okkur sóttu náðum við þó að halda okkar árlegu sjóstangaveiðikeppni á Akranesi, þökk sé öllum þeim sem gátu rétt okkur hjálparhönd og þá sérstaklega þeim skipstjórum og bátaeigendum sem lögðu okkur lið við að geta haldið mótin. Einnig vil ég þakka Gunnari Sigurðssyni og Olís fyrir einstaklegt stuðningsframtak.

Það sem toppar náttúrulega árið sem senn er að líða er að eftir 15 ára bið þá loksins eignuðumst við íslandsmeistara og það var enginn annar en hann Marinó Freyr Jóhannesson sem landaði sigri á SJÓL mótaröðinni.
Marinó, við félagsmenn Sjóskips óskum þér innilega til hamingju með sigurinn og þrátt fyrir að hafa ekki getað glaðst með þér í fjölmennum gleðskap á árinu þér til heiðurs þá gerum við það bara á nýju ári 🙂

Kæru félagsmenn og aðstandendur, fyrir hönd Sjóskips óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

Sigurjón Már B.