Íslandsmeistari SJÓL 2020

Sjóskip hefur eignast nýjan íslandsmeistara í sjóstangaveiði 2020 en við höfum þurft að bíða í 15 ár eftir að landa þessum titli til okkar.

Nýr íslandsmeistari er hann Marinó Freyr Jóhannesson sem sigraði landsmótið með 740 stigum með veiddan afla uppá 6.025kg. á sex mótum en annað sætið var með 738 stig og þriðja sætið með 714 stig þannig að Marinó er vel að þessum sigri kominn og baráttan grjóthörð allt sumarið.

Sjóskip sendir heillaóskir til Marinó Frey og væntir þess að fyrsti titillinn hans verði ekki sá síðasti næstu tímabil.

Veiðimenn frá Sjóskip voru mjög öflugir þetta veiðiárið og til að mynda sigraði Arnar Eyþórsson hinn eftirsótta titil flestar fisktegundir sem voru 11 talsins ásamt því að slá íslandsmet fyrir stærsta veidda Karfan og óskar Sjóskip honum innilega til hamingju með árangurinn.

Flestir sigrar sumarsins runnu til félagsmanna Sjóskips sem voru þessir

VerðlaunSæti.Nafn
Íslandsmeistari karla1 sætiMarinó Freyr Jóhannesson
Aflahæsti veiðimaður1 sætiMarinó Freyr Jóhannesson
Stærstu fiskar í tegundUfsiMarinó Freyr Jóhannesson
Flestar fisktegundir1 sætiArnar Eyþórsson
Stærstu fiskar í tegundGullkarfiArnar Eyþórsson
Landsmet 6,9kg.GullkarfiArnar Eyþórsson
Stærstu fiskar í tegundSíldArnar Eyþórsson
Aflahæsti veiðimaður3 sætiSigurjón Már Birgisson
Stærstu fiskar í tegundRauðsprettaSigurjón Már Birgisson
Stærstu fiskar í tegundLýsaPétur Þór Lárusson
Stærstu fiskar í tegundKeilaPétur Þór Lárusson
Stærstu fiskar í tegundMarhnúturGuðjón Gunnarsson

Hægt er að nálgast allar niðurstöður á www.sjol.is í flipanum íslandsmeistari