Helstu niðurstöður frá Sjóskipsmótinu

Alveg frábært mót hjá Sjóskip er nú lokið þar sem sólin og góða skapið heiðraði
30 keppendur og 9 skipstjóra og aðstoðarfólk þessa helgina

Ég vil byrja á að þakka öllum þeim sem komu að mótinu og þá sérstaklega Olís sem veitti okkur keppnisstyrk sem og bátaeigendum og skipstjórum sem eru okkur ómissandi

Eitt landsmet var slegið á mótinu og var það Skrápflúra uppá 820 gr. en fyrra met var 405 gr. frá 2014. Sjóskip óskar Kristbirni til hamingju með nýtt landsmet

Eins og í öllum keppnum eru sigurvegarar og hér koma helstu upplýsingar um þá

Aflahæstu karlar
Marínó Freyr Jóhannesson, Sjóskip
Skúli Már Matthíasson, Sjóskip
Jón Einarsson, Sjósnæ

Aflahæstu konur
Dröfn Árnadóttir, Sjór
Beata Makilla, Sjósnæ
Fanney Jóhannesdóttir, Sjóak

Aflahæstu skipstjórar
Rún AK-125. Marínó Freyr Jóhannesson
María AK-041. Jón Pétur Úlfljótsson
Mar AK-74. Rögnvaldur Einarsson

Flestar fisktegundir
Arnar Eyþórsson, Sjóskip
Gilbert Ó. Guðjónsson, Sjór
Kristbjörn Rafnsson, Sjósnæ

Stærstu fiskar í tegund
Þorskur 18,0 kg. Smári Jónsson, Sjór
Ýsa 3,6 kg. Skúli Már Mathhíasson, Sjóskip
Ufsi 11,5 kg. Hjalti Kristófersson, Sjóskip
Karfi 1,2 kg. Kristján Tryggvason, Sjór
Steinbítur 6,7 kg. Beata Makilla, Sjósnæ
Langa 2,2 kg. Gunnar Jónsson, Sjósnæ
Sandkoli 0,29 kg. Gilbert Ó. Guðjónsson, Sjór
Keila 9,7 kg. Pétur Þór Lárusson, Sjóskip
Marhnútur 0,27 kg. Arnar Eyþórsson, Sjóskip
Lýsa 1,5 kg. Pétur Þór Lárusson, Sjóskip
Skrápflúra 0,82. Kristbjörn Rafnsson, Sjósnæ (Landsmet)