Spurningar og svör fyrir aðalmótið hjá Sjóskip 2020

Nú fer að styttast í mótið okkar og hér að neðan eru helstu svör við helstu spurningum sem keppendur vilja vita en á mótinu eru skráðir keppendur 31 talsins.

Hverjir eru mótstjórar?
Sigurjón Már Birgisson, formaður Sjóskips s: 669-9612
Victor Logi Einarsson, gjaldkeri Sjóskips s: 664-8586
Marinó Jóhannesson, ritari Sjóskips s: 844-1003
Jóhanes Simonsen, bátaumsjón s: 865-1142

Hverjir sjá um vigtun og skráningu á aflanum?
Einar Guðmundsson, vigtarmaður Faxaflóahafna og Jóhannes Hreggviðsson, verkstjóri
Aðstoðarmenn eru Sigmundur Lýðsson, Hjalti Kristófersson, Pétur Þór Lárusson og mótstjórar Sjóskips.

Hverjir eru í Dómnefnd (kærunefnd)?
Sigurjón Már Birgisson formaður. Tilkynna skal boðaða kæru í s: 669-9612 og skal kærufundur haldinn á Fiskmarkaðinum Akranesi 2.h. Aðrir aðilar eru formenn félagana eða fulltrúar á þeirra vegum.

Hvernig beita verður á mótinu?
Beitan verður Síld, 2 pönnur verða fyrir hvern 3 stanga bát fyrir báða veiðidaga.

Hvar verða mótsgögn afhend?
Mótsgögn afhendast á bryggjunni föstudagsmorgun en röðun á báta verður birt fimmtudagskvöldið fyrir keppnina á www.sjol.is. Niðurstöður frá keppninni verða prentuð út fyrir hvert Sjóstangaveiðifélag og afhend á lokahófinu, þeir sem óska eftir að fá sent eintak í tölvupósti senda beiðni á sigurjonmarb@gmail.com en einnig er hægt að nálgast og prenta út gögnin á www.sjol.is

Hver er veiðitíminn?
Á föstudeginum byrjar veiðin kl. 06:00 Veitt verður innan hafnar fyrstu 30 mín.
Veiðum síðan hætt kl. 15:00 og haldið til hafnar.

Á laugardeginum byrjar veiðin kl. 06:00 og veiðum hætt kl. 13:00 og haldið til hafnar

Þarf að flokka afla um borð í bátnum og er undirmál fyrir tegundir?
Nei, veiðimenn setja allan fisk í bátakörin, vigtarmenn flokka frá undirmál og vigta stærsta fisk í tegund. Minni fisktegundir fara í bláan poka sem fylgir með mótsgögnum. Pokan skal setja í bátakar veiðimanns.

Já, Þorskur og Ufsi sem eru minni en 50 cm flokkast sem undirmál í keppninni.
Ef Þorskur eða Ufsi nær ekki 50 cm. þá er einn fiskur merktur sem tegund.

Hvaða drykkir verða í boði um borð í bátum fyrir keppendur?
2 ltr. fyrir hvern keppanda á mótinu. Sódavatn 2 x 0,5 ltr. og Appelsín 2 x 0,5 ltr.
Drykkir eru afhendir á föstudag fyrir báða dagana.

Hvernig getum við haft samband við aðra báta á mótinu?
Bátarnir munu nota Talstöðvarás nr. 13 fyrir almenn samskipti á mótinu.

Hver er leyfilegur ganghraði báta á mótinu?
Hámarks ganghraði eru 17 sjómílur. Bátum er heimilt að sigla hraðar í höfn eftir að veiði er lokið en á meðan veiðitíminn er í gangi gilda 17 sjómílur.

Hvenær eiga veiðimenn að færa sig um veiðipláss um borð í bátunum?
Veiðitími fyrir skipti keppanda um borð byrjar að telja frá þeim tíma þegar veiði hefst fyrir utan hafnargarð. Keppendur skiptast á veiðiplássi þegar veiðitíminn er hálfnaður.

Hvaða verðlaun verða í boði á mótinu?
Veitt verða verðlaun fyrir 1. 2. 3 sæti, aflahæsti karl/kona/skipstjóri/sveit og flestar tegundir. Ein verðlaun fyrir stærsta fisk mótsins og stærstu fiska í hverri tegund.

Hvar verður lokahófið?
Lokahófið verður á veitingarstaðnum Gamla Kaupfélaginu, Kirkjubraut 11.
Húsið opnar kl. 19:00 og dagskrá hefst kl. 20:00 til kl. 23:00
Boðið verður uppá grillstemmingu, Lamba Prime ásamt meðlæti og kaffi eftir mat.
Þeir sem vilja kaupa veigar lokahófinu þá verður opinn bar í salnum.