Aðalmót Sjóskips 23.-24.mars

Opnað hefur verið fyrir skráningu Aðalmót Sjóskips sem telur til íslandsmeistara innan Landsambands sjóstangaveiðiélaga.

Fimmtudagur 22. mars
Kl. 20:00 Mótssetning verður á Fiskmarkaðnum, Faxabraut 7
Skipstjórar og trúnaðarmenn settir í störf.

Föstudagur 23. mars
Kl. 05:30 Mæting á bryggju hjá löndunarkrönum
Kl. 06:00 Siglt á miðin
Kl. 14:00 Veiði hætt og haldið til hafnar
Aflatölur fyrri dags verða birtar á sjol.is og við bryggju daginn eftir

Laugardagur 24. ágúst
Kl. 05:30 Mæting á bryggju
Kl. 06:00 Haldið til veiða á ný
Kl. 13:00 Veiði hætt og haldið til hafnar
Kl. 20:00 Lokahóf og verðlaunaafhending. Gamla Kaupfélagið, Kirkjubraut 11

Ekki verður boðið uppá nesti um borð í bátum en drykkjarvatn verður um borð.
Undirmál Þorsks og Ufsa eru 50 cm. Ekkert undirmál fyrir aðrar tegundir.

Þátttökugjald kr. 15.000,-
Greiðist við mótssetningu eða inná reikning Sjóskips kt. 490894-2099. 552-26-2831
Aukamiði á lokahófið kr. 5.000,-

Veiðimaður þarf að tilkynna þáttöku til formanns þess félags sem hann er aðili að
Formenn senda staðfestingu til formann Sjóskips um fjölda keppenda, sveitaskipan ofl.
Tilkynning frá formananni hvers félags þarf að berast Sjóskip fyrir kl.20:00 – 19. mars

Ef það eru einhverjar spurningar varðandi mótið er hægt að hafa samband við Jóhannes formann Sjóskips í síma 860-0942 eða senda tölvupóst á johannes@skaginn3x.com