Ný stjórn tekin við Sjóstangaveiðifélaginu Skipaskagi

Aðalfundur Sjóskips var haldinn í gær 6. mars. og kosin var ný stjórn félagsins.
Hér að neðan eru helstu atriðin sem tekin voru fyrir á fundinum.

Ný stjórn
Formaður: Jóhannes Símonsen
Gjaldkeri: Victor Logi Einarsson
Ritari: Marínó Jóhannesson

Ársreikningur 2017 var kynntur og var samþykktur án athugasemda félagsmanna en tap var á árinu að upphæð kr. 263.668,- Ekkert mót var haldið þetta árið og kostnaður liggur að mestu í lögfræðikostnaði vegna stjórnsýslukæru allra sjóstangaveiðifélaga gagnvart Fiskistofu. Öll átta félögin innan Landssambands Sjóstangaveiðifélaga tóku jafnan hlut.

 

Farið var yfir mótskrá 2018 og ákveðið að shalda tvö mót sem Fiskistofa hefur samþykkt og veitt Sjóskip aflaheimild. Landsmót Sjóskips er áætlað 23-24. mars og
Innanfélagsmót Sjóskips áætlað 12. maí.

Félagsgjald er óbreytt milli ára.