Aðalmót SjóAk 14.-15. ágúst

Þá er komið að sjöunda og næst síðasta aðalmóti ársins á vegum sjóstangaveiðifélags Akureyrar sem haldið verður á Dalvík helgina 14. og 15. ágúst. Staða keppenda til íslandsmeistara er enn galopin og mikið getur breyst á næstu mótum Skráning keppenda Veiðimaður tilkynnir þátttöku til formanns þess félags sem hann er aðili að Formenn senda síðan staðfestingu til SjóAk um fjölda keppenda, sveitaskipan ofl. Ekki verður boðið uppá eins dags veiði þetta árið Keppendur sjá sjálfir um nesti sitt um borð en boðið verður uppá vatn & gos Skráningu lýkur sunnudaginn 9. ágúst kl. 20:00 Mótsgjald Mótsgjaldið er kr. 15.000,- // Stakur miði á lokahófið kr. 5.000,- ATH. að ekki er hægt að greiða með korti á mótsetningu. Hægt er að greiða mótsgjaldið með því að leggja inná reikning SjóAk kt. 410607-0340 reikn. 0566-26-393 Mótsstjóri Sigfús Karlsson, formaður SjóAk s: 461-2842 & 896-3277. sigfus@framtal.com Dagskrá: Fimmtudagur, 13. ágúst Kl. 20:00 Lions salurinn, Skipagötu 14, 4.hæð. Súpa í boði SjóAk Kl. 20:30 Mótssetning og mótsgögn afhent. Föstudagur, 14. ágúst Kl. 05:30 Mæting í síðasta lagi á bryggju Kl. 06:00 Lagt af stað til veiða frá Dalvíkurhöfn Kl. 14:00 Veiðum hætt og haldið til hafnar. Kaffi/kakó og bakkelsi á bryggjunni Aflatölur dagsins verða birtar á netinu, www.sjol.is og á bryggjunni daginn eftir Laugardagur, 15. ágúst Kl. 05:30 Mæting í síðasta lagi á bryggju Kl. 06:00 Lagt af stað til veiða frá Dalvíkurhöfn Kl. 13:00 Veiðum hætt og haldið til hafnar. Kaffi/kakó og bakkelsi á bryggjunni Lokahóf SjóAk Kl. 20:00 Opnað fyrir gesti í sal Rauða krossins, Viðjulundi 2 Kl. 20:30 Hátíðin sett og í framhaldi hefst borðhald og verðlaunaafhending Kl. 23:00 Mótsslit hjá Sjóstangaveiðifélagi Akureyrar Langferðabifreið á lokahóf SjóAk Kl. 18:45 – 18:55 Dalvík (Olís planið) Kl. 19:10 – 19:20 Árskógasandur Kl. 19:25 – 19:35 Hauganes Kl. 23:30 Lagt af stað til baka frá Rauða krossinum, Viðjulundi 2 Bestu kveðjur og hlökkum til að sjá ykkur sem flest Stjórn SjóAk

Aðalmót Snjónes 17. – 18. júlí

Sjötta aðalmót ársins verður á vegum sjóstangaveiðifélagsins Sjónes sem haldið verður á Neskaupsstað helgina 17. og 18. júlí Skráning keppenda Veiðimaður tilkynnir þátttöku til formanns þess félags sem hann er aðili að Formenn senda síðan staðfestingu til Sjónes um fjölda keppenda, sveitaskipan ofl. Skráningu lýkur föstudaginn 10. júlí, kl. 20:00 Mótsgjald Mótsgjaldið er kr. 15.000,- // Stakur miði á lokahófið kr. 5.000,- Keppendur sjá sjálfir um nesti sitt um borð en boðið verður uppá vatn & gos Mótsstjórar Matthías Sveinsson, formaður Sjónes s: 477-1663 & 848-7259 Kári Hilmarsson s: 860-7112 Dagskrá: Fimmtudagur, 16. júlí Kl. 20:00  Mótssetning og mótsgögn afhent á Hótel Cliff Matarmikil súpa og brauð verður í boði Sjónes Sjónes bíður keppendum í sund báða mótsdaga Föstudagur, 17. júlí Kl. 05:30  Mæting á bryggju Kl. 06:00  Haldið til veiða frá vigtarskúrnum Kl. 14:00  Veiðum hætt og haldið til hafnar Kl. 14:30 Boðið verður upp á kaffi og brauð á bryggjunni Kl. 20:30  Aflatölur dagsins tilkynntar í Beituskúrnum Laugardagur, 18. júlí Kl. 05:30  Mæting á bryggju Kl. 06:00  Haldið til veiða frá vigtarskúrnum Kl. 13:00  Veiðum hætt og haldið til hafnar Kl. 13:30 Tekið verður á móti keppendum, aðstandendum og skipstjórum með kaffi og brauði á löndunarstað við vigtarskúrinn Kl. 19:30  opnar Hótel Cliff fyrir gesti og kl. 20:00 hefst lokahófið með þriggja rétta veislumáltíð ásamt verðlaunaafhendingu Önnur dagskrá Á laugardeginum mun Sjónes bjóða uppá makaferð kl. 09:00 Gistimöguleikar Tónspil herbergi s: 477-1580 & 894-1580 tengil. Pétur Hótel Cliff & Hildibrand hótel s: 865-5868 tengil. hildibrand@hildibrand.com Hótel Capitano & Gistihús Sigga Nobb s: 477-1800 tengil. Sveinn Gistiheimilið við lækinn s: 477-2020 Skorrahestar Norðfjarðarsveit s: 477-1736 & 848-1990

Staða Sjóskipsfélaga til íslandsmeistara

Núna þegar tímabilið er hálfnað og um 70 keppendur tekið þát eru fjögur mót eftir. Staða okkar Sjóskipsfélaga um titilinn íslandsmeistari SJÓL 2020 lofar góðu þegar fjögur mót eru eftir en þau eru Sjóís, Sjónes, Sjóak og að lokum Sjósigl.

Stigagjöfin hér að neðan telur allt að 3 bestu mót keppenda og hægt er að nálgast ítarlegri upplýsingar á www.sjol.is

Nr. Nafn Stig Afli
1 Marinó Freyr Jóhannesson 716 2.656
5 Sigurjón Már Birgisson 582 1.078
10 Jóhannes Marian Simonsen 547 994
12 Arnar Eyþórsson 528 861
22 Skúli Már Matthíasson 357 835
23 Guðjón Gunnarsson 356 707
28 Hjalti Kristófersson 278 409
41 Pétur Þór Lárusson 175 151
Nr. Nafn Fjöldi Tegundir
2 Arnar Eyþórsson 11 Þorskur, Ufsi, Ýsa, Gullkarfi, Steinbítur, Langa, Lýsa, Sandkoli, Keila, Síld, Marhnútur
5 Jóhannes Marian Simonsen 9 Þorskur, Ufsi, Ýsa, Gullkarfi, Langa, Lýsa, Sandkoli, Keila, Marhnútur
10 Sigurjón Már Birgisson 9 Þorskur, Ufsi, Ýsa, Gullkarfi, Steinbítur, Lýsa, Sandkoli, Keila, Skarkoli
24 Marinó Freyr Jóhannesson 7 Þorskur, Ufsi, Ýsa, Gullkarfi, Lýsa, Sandkoli, Keila
34 Pétur Þór Lárusson 6 Þorskur, Ufsi, Gullkarfi, Steinbítur, Lýsa, Keila
38 Guðjón Gunnarsson 5 Þorskur, Ufsi, Ýsa, Gullkarfi, Marhnútur
45 Hjalti Kristófersson 4 Þorskur, Ufsi, Gullkarfi, Sandkoli
47 Skúli Már Matthíasson 4 Þorskur, Ufsi, Ýsa, Gullkarfi