Aðalmót Sjór 19.–20. júní 2020

Nú er komið að Sjóstangaveiðifélagi Reykjavíkur að boða til næsta aðalmót ársins sem telur til íslandsmeistara Sjól og verður það haldið á Patreksfirði dagana 19. og 20. júní

Skráning keppenda:
Veiðimaður tilkynnir þátttöku til formanns þess félags sem hann er aðili að
Formenn senda síðan staðfestingu til Sjór um fjölda keppenda, sveitaskipan ofl.

Skráning félagsmanna Sjór er á sjorek.is (AÐALMÓT 2020 – SKRÁNING)
Senda póst á sjorek@outlook.com eða senda SMS í 893 4034 (Gústa)
Skráningu lýkur föstudaginn 12. júní, kl. 20:00

Mótsgjald: Mótsgjaldið er kr. 15.000,- // Stakur miði á lokahófið kr. 5.000,-
Best er að millifæra mótsgjald á 0528-14-405311 kt. 580269-2149
Einnig er hægt að borga með pening (enginn posi) við mótssetningu

Fimmtudagur, 18. júní
Kl. 19:00  Kvöldverður í Félagsheimili Patreksfjarðar. Borðhald hefst kl. 20:00
Afhending mótsgagna og greiðsla mótsgjalda

Föstudagur, 19. júní
Kl. 05:30  Mæting á bryggju.
Kl. 06:00  Haldið til veiða
Kl. 14:00  Veiðum hætt og haldið til hafnar
Kvenfélagið á staðnum býður uppá kaffi og kruðerí við komuna í land
Kl. 19:00  Kvöldverður í Félagsheimili Patreksfjarðar
Borðhald hefst kl. 20:00. Aflatölur dagsins afhentar

Laugardagur, 20. júní
Kl. 05:30  Mæting á bryggju
Kl. 06:00  Haldið til veiða og byrjað í höfninni
Kl. 14:00  Veiðum hætt og haldið til hafnar
Kl. 19:00  Lokahóf í Félagsheimili Patreksfjarðar þar sem boðið verður uppá þriggja rétta kvöldverð. Borðhald hefst kl. 20:00. Afhent verða verðlaun í helstu flokkum
Barinn verður opinn fyrir þá sem langar að kaupa sér veigar

Drykkjarvatn:
Föstudagur: 0,5 ltr. Vatn • 0,5 ltr. Coke Cola + Prins pólo
Laugardagur: 0,5 ltr. Vatn • 0,5 ltr. Appelsín + Prins pólo
Skipstjórar og aðstoðarmenn ef þeir eru til staðar fá tilbúna nestispakka

Þorskur og Ufsi <50cm. telst undirmál og skal hann settur í sér bátakar í hverjum báti
Hver keppandi safnar saman uppá vír, stærstu fiskum í hverri tegund

Mótsstjórar:
Ágústa S. Þórðardóttir, formaður SJÓR: 893 4034
Lúther Einarsson, gjaldkeri SJÓR: 893 4007
Pálmar Einarsson, varaformaður SJÓR: 8933 3378

Bryggjustjóri: Þorgerður Einarsdóttir: 691 0554

Dómnefnd (kærunefnd): Ágústa S. Þórðardóttir, formaður Sjór
Aðrir aðilar eru formenn félaganna eða fulltrúar á þeirra vegum ásamt formanni SJÓL
Tilkynna skal boðaða kæru í 893 4034 og skal kærufundur haldinn á skrifstofu Fiskmarkaðarins

30 ára afmælismót SJÓSNÆ 12.-13. júní

Stjórn Snjósnæ býður ykkur velkomin á opna Sjósnæ mótið 12.-13.júní 2020
Þá er loksins komið að hinu stórskemmtilega opna móti Sjósnæ
Þetta árið fagnar félagið 30 ára afmæli og því mikil veisla framundan

ATHUGIÐ AÐ DAGSKRÁ KANN AÐ BREYTAST EN UPPFÆRIST JAFNHARÐAN
Sætaferðir verða í boði en kynnt nánar síðar

Fimmtudagur 11. júní
Kl. 20:00   Mótssetning í Björgunarsveitarhúsinu Von á Rifi. Kvöldverður og kaffi.

Föstudagur  12.júní
Kl. 05:30   Mæting á bryggju
Kl. 06:00   Haldið til veiða frá Ólafsvík
Kl. 14:00   Veiðarfæri dregin upp, haldið til hafnar
Kl. 20:00   Léttur snæðingur Sjóminjasafninu Hellissandi. Aflatölur dagsins birtar ofl.

Laugardagur 13. júní
Kl. 05:30   Mæting á bryggju
Kl. 06:00   Haldið til veiða frá Ólafsvík
Kl. 14:00   Veiðarfæri dregin upp, haldið til hafnar
Kl. 14:30   Kaffihlaðborð í Grunnskóla Ólafsvíkur

Kl. 19:30   Lokahóf í Félagsheimilinu Röst Hellissandi. Léttvín og bjór (enginn posi)

Keppnisgjald kr. 15.000,-  Stakur miði á lokahófið kr. 5.000,-

Innifalið fyrir keppendur í mótsgjaldi
Mótsgögn – Nesti fyrir báða keppnisdaga
Léttur snæðingur fyrri dag og Bryggjukaffi seinni dag
Miðar í sund báða dagana – Aðgangur fyriri lokahóf Sjósnæ

Þátttökutilkynningar
Félagar SJÓL tilkynni þátttöku sína til síns formanns í síðasta lagi fimmtudaginn 4. júní

Sjósnæfélagar tilkynni þátttöku sína til Sigurjóns Helga Hjelm formanns í
síma 844-0330 í síðasta lagi kl. 20:00 fimmtudaginn 4. júní

Kær kveðja,
Stjórn Sjósnæ

Gistimöguleikar
Bikers Paradise 1-4manna herbergi S;4361070

Við Hafið 2-3-4manna herbergi+svefnpokapláss 8958166

Airbnb+Hotels.com+Booking.com eru með nokkur gistirými

Hótel Ólafsvík er lokað en það eru nokkur herbergi
undir Welcome apartments.

Helstu niðurstöður frá Sjóskipsmótinu

Alveg frábært mót hjá Sjóskip er nú lokið þar sem sólin og góða skapið heiðraði
30 keppendur og 9 skipstjóra og aðstoðarfólk þessa helgina

Ég vil byrja á að þakka öllum þeim sem komu að mótinu og þá sérstaklega Olís sem veitti okkur keppnisstyrk sem og bátaeigendum og skipstjórum sem eru okkur ómissandi

Eitt landsmet var slegið á mótinu og var það Skrápflúra uppá 820 gr. en fyrra met var 405 gr. frá 2014. Sjóskip óskar Kristbirni til hamingju með nýtt landsmet

Eins og í öllum keppnum eru sigurvegarar og hér koma helstu upplýsingar um þá

Aflahæstu karlar
Marínó Freyr Jóhannesson, Sjóskip
Skúli Már Matthíasson, Sjóskip
Jón Einarsson, Sjósnæ

Aflahæstu konur
Dröfn Árnadóttir, Sjór
Beata Makilla, Sjósnæ
Fanney Jóhannesdóttir, Sjóak

Aflahæstu skipstjórar
Rún AK-125. Marínó Freyr Jóhannesson
María AK-041. Jón Pétur Úlfljótsson
Mar AK-74. Rögnvaldur Einarsson

Flestar fisktegundir
Arnar Eyþórsson, Sjóskip
Gilbert Ó. Guðjónsson, Sjór
Kristbjörn Rafnsson, Sjósnæ

Stærstu fiskar í tegund
Þorskur 18,0 kg. Smári Jónsson, Sjór
Ýsa 3,6 kg. Skúli Már Mathhíasson, Sjóskip
Ufsi 11,5 kg. Hjalti Kristófersson, Sjóskip
Karfi 1,2 kg. Kristján Tryggvason, Sjór
Steinbítur 6,7 kg. Beata Makilla, Sjósnæ
Langa 2,2 kg. Gunnar Jónsson, Sjósnæ
Sandkoli 0,29 kg. Gilbert Ó. Guðjónsson, Sjór
Keila 9,7 kg. Pétur Þór Lárusson, Sjóskip
Marhnútur 0,27 kg. Arnar Eyþórsson, Sjóskip
Lýsa 1,5 kg. Pétur Þór Lárusson, Sjóskip
Skrápflúra 0,82. Kristbjörn Rafnsson, Sjósnæ (Landsmet)