Gleðilega hátíð 2021

Heil og sæl kæru félagsmenn og aðstandendur

Árið var svo sannarlega krefjandi og eftir að hafa þurft að fresta sjóstangaveiðimótum ítrekað endaði það þvi miður þannig að ekkert Aðalmót hjá Sjóskip var haldið en slík staða hefur ekki átt sér stað í mjög langan tíma. Innanfélagsmótið náðist rétt fyrir lokun veiðiársins.

Þáttaka félagsmanna þetta veiðiár var líka með minnsta móti og skýringar kunnar enda fjölmargar takmarkanir, frestun móta ofl. sem gerði mönnum erfitt fyrir á árinu. Engu að síður þá afrekaði Arnar Eyþórsson félagsmaður hjá Sjóksip að landa sigri á aðalmótum ársins fyrir flestar veiddar fisktegundir. Sjóskip óskar Arnari innilega til hamingju með árangurinn.

Sjóskip óskar öllum félagsmönnum, skipstjórum og aðstandendum gleðilega hátíð og farsældar á nýju ári.

Bestu kveðjur,
Stjórn Sjóskips

Lokahóf SJÓL 2021 fellt niður

Kæru félagsmenn og aðstandendur.

Eftir samráð stjórnar SJÓL við formenn sjóstangaveiðifélaga hefur verið tekin ákvörðun um að fella niður lokahóf SJÓL 2021 sökum þeirra annmarka sem okkur eru settar vegna Covid-19.

Afhending verðlauna verður þess í stað framkvæmd að loknum formannafundi sjóstangaveiðifélaga innan SJÓL sem haldin verður laugardaginn 4. desember. kl. 10:00 – 13:00

Verðlaunahafar eru boðnir velkomnir kl. 14:00 í Höllina, Grandagarði 18 (félagsh. Sjór) til að taka á móti verðlaunum sínum með formönnum félagana.

Með vinsemd og virðingu,
Stjórn SJÓL

Lokahóf SJÓL 4.des.2021

SJÓL hefur sent frá sér tilkynningu sem sjá má hér að neðan.

Ágætu félagar og aðstandendur.

Stjórn SJÓL hafði áður gefið út að lokahóf sjóstangaveiðifélaga yrði haldið 30. október en nú hefur komið í ljós að ekki er unnt að koma því á laggirnar á óbreyttum tíma.

Stjórn SJÓL hefur því gefið út nýja dagsetningu fyrir lokahóf félagana og er nýja dagsetning laugardagurinn 4. desember. Veislan verður haldin í Höllinni líkt og fyrri ár.

Nánari upplýsingar verða tilkynntar á næstu vikum.

Bestu kveðjur,
Stjórn SJÓL