AÐALMÓT SJÓSIGL 17.-18. ÁGÚST

Sjóstangaveiðifélag Siglufjarðar hefur opnað fyrir skráningu á sjóstangaveiðimóti Sjósigl

Fimmtudagur 16. ágúst
Kl. 20:00 Mótið sett og mótsgögn afhend í Rauðku
Boðið verður upp á súpu og brauð við setningu mótsins

Föstudagur 17. ágúst
Kl. 06:00 Lagt úr höfn og veiðum hætt kl. 14:00
Engin formleg dagskrá verður um kvöldið en opið verður á Hannes Boy, ef fólk vill hittast og ræða veiði dagsins

Laugardagur 18. ágúst
Kl. 06:00 Lagt úr höfn og veiðum hætt kl. 14:00
Kl. 20:00 Lokahóf á Rauðku. Steikarhlaðborð og verðlaunaafhending

Mótsgjald er kr. 15.000,- ásamt miða á lokahófið, aukamiði kr. 5.000,-
Í mótinu verða blandaðar sveitir karla og kvenna.

ATHUGIÐ:
Keppendur sjá sjálfir um nesti í veiðinni, boðið verður uppá vatn og gos um borð

Þátttaka tilkynnist til formanns þíns félags, sem mun svo tilkynna okkur um þátttöku þína, í síðasta lagi miðvikudaginn 8. ágúst fyrir kl. 20:00

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá formanni Sjósigl, Hallgrími Smára Skarphéðinssyni í síma 699-6604 eða halli@securitast.is

Með kveðju frá Sjósigl

Fulltrúar Sjóskips að koma sterkir inn þegar tveimur mótum er lokið

Nú þegar tveimur mótum er lokið og stutt í það þriðja sem þarf til fyrir íslandsmeistara SJÓL 2018 eru keppendur frá Sjóskip að koma sterkir inn og ef áfram heldur verða þeir í baráttunni um titilinn þetta árið 🙂

Staða félaga frá Sjóskip í dag af þeim 40 keppendum sem tekið hafa þátt í Aðalmótum SJÓL 2018 er á þessa leið og spennandi verður að sjá þegar næsta móti lýkur hjá SJÓR hver staðan verður en það mót er með þeim fjölmennustu á hverju ári.

1. sæti. Jóhannes Marian Simonsen. stig 442 – afli 893kg. (2 mót)
3. sæti. Skúli Már Matthíasson.          stig 419 – afli 953kg. (2 mót)
5. sæti. Arnar Eyþórsson.                   stig 399 – afli 728kg. (2 mót)
6. sæti. Guðjón Gunnarsson.              stig 379 – afli 351kg. (2 mót)

16. sæti. Hjalti K. Kristófersson.            stig 212 – afli 557kg. (1 mót)
17. sæti. Sigurjón Már Birgisson.          stig 200 – afli 378kg. (1 mót)
19. sæti. Marinó Freyr Jóhannesson.   stig 188 – afli 429kg. (1 mót)
27. sæti. Victor Logi Einarsson.            stig 153 – afli 176kg. (1 mót)
29. sæti. Stefán Jónsson.                     stig 142 – afli 110kg. (1 mót)

Kveðja,
Sjóskip

Aðalmót Sjóve 13.- 14. júlí

Opnað hefur verið fyrir skráningu á Aðalmót Sjóstangaveiðifélags Vestmannaeyja sem telur til íslandsmeistara SJÓL 2018. þátttaka tilkynnist til formanns þíns félags sem miðlar upplýsingum um þáttakendur, trúnaðarmenn og sveitir til mótstjórnar Sjósnæ.
Skráning er opin til 5. júlí kl. 20:00

Fimmudagur 12.júlí
Kl. 20:00 Mótssetning í félagsheimili Sjóve

Föstudagur 13. júlí
Kl. 06:30   Mæting á smábátabryggju (Viktartorgi)
Kl. 07:00   Haldið til veiða frá Smábátabryggju
Kl. 15:00   Veiðafæri dregin upp og haldið til hafnar
Kl. 15:30   Löndun, hressing og fjör
Kl. 20:00   Aflaspjall og afrek dagsins rædd í félagsheimili Sjóve.

Laugardagur 14. júlí
Kl. 05:30   Mæting á smábátabryggju (Viktartorgi)
Kl. 06:00   Haldið til veiða frá smábátabryggju
Kl. 14:00   Veiðafæri dregin upp og haldið til hafnar
Kl. 14:30   Löndun og ennþá meira fjör
Kl. 20:00   Lokahóf í félagsheimili Sjóve

Mótsgjald kr. 15.000,-
Innifalið í mótsgjaldi fyrir keppendur: Mótsgögn, kaffi og súpa við komuna í land á föstudag og miði á lokahófið.  Stakur miði á lokahófið kr. 5.000,-

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á http://www.sjove.is
Formaður.  Sigtryggur Þrastarsson  sími: 860-2759
Ritari.         Njáll Ragnarsson  sími: 825-7964
Gjaldkeri.   Ævar Þórisson  sími:  896-8803