Aðalmót Sjóskips 15. mars

Núna er komið að fyrsta móti ársins sem telur til íslandsmeistara og verður það haldið á Akranesi dagana 15. og 16. mars á vegum Sjóskips

Fimmtudagur 14. mars
Kl. 20:00 Mótssetning verður á Fiskmarkaðnum, Faxabraut 7
Skipstjórar og trúnaðarmenn settir í störf

Föstudagur 15. mars
Kl. 05:30 Mæting á bryggju hjá löndunarkrönum
Kl. 06:00 Siglt á miðin
Kl. 14:00 Veiði hætt og haldið til hafnar
Kl. 14:30 Léttar veitingar á Fiskmarkaðnum, Faxabraut 7

Aflatölur fyrri dags verða birtar á sjol.is og við bryggju daginn eftir

Laugardagur 16. ágúst
Kl. 05:30 Mæting á bryggju
Kl. 06:00 Haldið til veiða á ný
Kl. 14:00 Veiði hætt og haldið til hafnar
Kl. 20:00 Lokahóf og verðlaunaafhending verður haldið í
Félagsheimili hestamanna á Æðarodda

Þátttökugjald kr. 15.000,- sem greiðist við mótssetningu
Aukamiði á lokahófið kr. 5.000,-

Ekki verður boðið uppá nesti um borð í bátum en drykkjarvatn verður um borð. Formenn eru vinsamlega beðnir um að upplýsa sína keppendur svo að þeir geti tryggt sjálfir það nesti sem þeir kjósa að hafa með sér.

Um skráningu.
Veiðimaður tilkynnir þáttöku til formanns þess félags sem hann er aðili að.
Formenn senda síðan staðfestingu til Sjóskips um fjölda keppenda, sveitaskipan ofl.

Tilkynning frá formananni hvers félags þarf að berast formanni Sjóskip
fyrir kl. 20:00 – 10. mars.

Ef það eru einhverjar spurningar varðandi mótið er hægt að hafa samband við Jóhannes formann Sjóskips í síma 860-0942 eða senda tölvupóst á johannes@skaginn3x.com

Góður árangur hjá Sjóskip 2018

Nú þegar veiðiárið 2018 er lokið er ekki annað hægt en að hrósa okkar félagsmönnum fyrir góðan árangur sem og dugnað við að sækja á þau mót sem haldin voru í sumar. Veiðimenn frá Sjóskip veiddu samtals um 14,4% af þeim heildarafla sem veiddur var í sumar eða 13.242 kg.

Á www.sjol.is má nálgast ítarlegar upplýsingar um mót sumarsins sem og upplýsingar um heildarstöðu keppenda en hér er smá yfirlit yfir árangur okkar félagsmanna sem kepptu í sumar.

Stigaskor frá aðalmótum SJÓL sem taldi til íslandsmeistara 2018
3. sæti: 661 stig. Jóhannes Marían Simonsen  (5 mót. 3.777 kg.)   6 tegundir
4. sæti: 656 stig. Skúli Már Matthíasson           (7 mót. 4.236 kg.) 10 tegundir
7. sæti: 632 stig. Arnar Eyþórsson                    (5 mót. 1.827 kg.)   8 tegundir
13. sæti: 544 stig. Sigurjón Már Birgisson         (3 mót. 1.326 kg.)   6 tegundir
20. sæti: 392 stig. Hjalti K. Kristófersson           (2 mót. 1.009 kg.)   4 tegundir
22. sæti: 379 stig. Guðjón Gunnarsson             (2 mót.    351 kg.)   6 tegundir
45. sæti: 188 stig. Marínó Freyr Jóhannesson  (1 mót.    429 kg.)   5 tegundir
55. sæti: 153 stig. Victor Logi Einarsson           (1 mót.    176 kg.)   2 tegundir
59. sæti: 142 stig. Stefán Jónsson                    (1 mót.    110 kg.)   3 tegundir

Síðan náðu menn einnig að veiða stærsta fisk sumarsins í tegund.
Skúli Már Matthíasson: Stærsta Langa 13,8 kg. og stærsta Síld 0,42 kg.
Jóhannes M. Simonsen: Stærsti Steinbítur 9,87 kg.
Arnar Eyþórsson: Stærsta Keila 8,40 kg.
Guðjón Gunnarsson: Stærsta Tindaskata 0,33 kg.

Til hamingju með þennan árangur og þann dugnað að sækja á þau veiðmót sem haldin eru víða um landið í nafni Sjóskips.