Aðalmót SjóAk 13.-14. ágúst

Þá er komið að aðalmóti SjóAk sem gildir til íslandsmeistara 2021. Þetta mót er næst síðasta mótið í mótaröðinni 2021. Spennan í íslandsmótinu er í algleymingi og nú fer hver að verða síðastur að safna stigum. Róið er frá Dalvík báða dagana. Keppt verður í blönduðum sveitum

Mótsgjald kr.15.000,- Innifalinn er einn miði á lokahófið.
Aukamiði á lokahóf kostar kr.5.000,-

Þáttaka tilkynnist til formanns þíns félags í síðasta lagi miðvikudaginn 4. ágúst. Keppendur eru góðfúslega beðnir um að uppl. líka ef þeir mæta ekki á setningu eða lokahóf. SjóAk skráning er hjá Guðrúnu Maríu gudrun.maria1980@gmail.com eða síma 8644302

Keppendur sjá sjálfir um eigið nesti en boðið verður uppá vatn og gos um borð í bátum

Fimmtudagur 12. ágúst
Kl. 20:00 Húsið opnar. Fjölsmiðjan, Furuvellir 13
Kl. 20:30 Gómsæt næring og mótsgögn afhend

Föstudagur 13. ágúst
Kl. 05:30 Mæting í síðasta lagi á bryggju
Kl. 06:00 Lagt af stað til veiða frá Dalvíkurhöfn
Kl. 14:00 Veiðum hætt og haldið í höfn. Kaffi, Kakó og bakkelsi bíður þín á bryggjunni

Aflatölur dagsins verða birtar á netinu, www.sjol.is og á bryggjunni laugardagsmorgun

Laugardagur 14. ágúst
Kl. 05:30 Mæting í síðasta lagi á bryggju
Kl. 06:00 Lagt af stað til veiða frá Dalvíkurhöfn
Kl. 14:00 Veiðum hætt og haldið í höfn. Kaffi, Kakó og bakkelsi bíður þín á bryggjunni

Lokahóf Sjóak á Vitanum
Kl. 20:00 Húsið opnar. Vitinn Mathús, Strandgötu 53 Akureyri
Kl. 20:30 Hátíðin sett
Kl. 20:40 Borðhald hefst ásamt verðlaunaafhendingu og heiðursveitinga SjóAk
Kl. 23:00 Mótsslit

Langferðabifreið fer á lokahóf SjóAk frá Dalvík (Olís) Kl. 18:55, mæti á Árskógasand ca. Kl. 19:10 og fer Kl. 19:20 á Hauganes og þaðan á Vitann Kl. 19:35. Rútan fer síðan til baka kl. 00:00

Gistimöguleikar
Akureyri http://www.visitakureyri.is/is/gisting-og-radstefnur
Dalvík http://www.visittrollaskagi.is/is/afthreying#dalvikurbyggd-1

Við viljum benda sjóstangaveiðifólki á að sum stéttarfélög greiða niður gistingu fyrir félagsmenn sína með svokölluðum gistimiðum. Athugaðu hvort þitt stéttarfélag geri slíkt og þá verður gistingin ennþá ódýrari.


Bestu kveðjur og hlökkum til að sjá ykkur sem flest

Stjórn SjóAkAðalmót Sjóskips 23.-24. júlí frestað

Kær félagsmenn og aðstandendur.

Sjóskip hefur gefið út tilkynningu um að þeir geti ekki haldið aðalmót félagsins eins og til stóð. Árið hefur verið snúið að mörgu leiti og fólk misjafnlega vel í stakk búið að leggja félaginu hönd á plóginn til að koma á slíku móti.

Sjóskip mun halda áfram út sumarið að reyna að ná bátum ofl. en að svo stöddu er ekkert í hendi og því engin dagsetning ákveðin á þessari stundu.

Aðalmót Sjónes 16.-17. júlí

Þá er komið að fjórða Aðalmóti ársins sem gefur stig til Íslandsmeistara SJÓL og er það haldið af Sjóstangaveiðifélaginu Sjónes á Neskaupsstað

Fimmtudagur 15. júlí
Kl. 20:00 Mótið verður sett og mótsgögn afhent  á Hótel Cliff
Matarmikil súpa og brauð  í boði Sjónes

Föstudagur 16. júlí
Kl. 06:00 Lagt úr höfn við vigtarskúrinn og veiðum hætt kl. 14:00
Kl. 14:30 Kaffi og brauð á bryggjunni
Kl. 20:30 Farið yfir tölur dagsins, í Beituskúrnum

Laugardagur 17. júlí
Kl. 06:00 Lagt úr höfn við vigtarskúrinn og veiðum hætt kl. 13:00
Kl. 13:30 Tekið verður á móti keppendum, mökum og skipstjórum
með kaffi og brauði á löndunarstað við vigtarskúrinn  

Kl. 09:00 Mun Sjónes bjóða mökum/aðstandendum keppenda uppá makaferð

Kl. 19:30 Opnað fyrir gesti á Hótel Cliff
Kl. 20:00 Lokahófið sett með þriggja rétta veislumáltíð og verðlaunaafhendingu

Í mótinu verða blandaðar sveitir karla og kvenna
Mótsgjald kr. 15.000,- og innifalið er miði á lokahófið
Aukamiði er kr. 5.000,-

Frítt verur í sund báða daganna fyrir keppendur

ATH. Keppendur sjá sjálfir um nestið sitt en boðið verður uppá vatn og gos um borð í bátum

Gistimöguleikar
Tónspil herbergi: s: 477-1580 & 894-1580 Pétur
Hótel Cliff: s: 865-5868 – hildibrand@hildibrand.com
Hótel Capitano: s: 477-1800 Sveinn
Gistihúsið Siggi Nobb: s: 477-1800 Sveinn
Hildibrand Hótel: s: 865-5868 – hildibrand@hildibrand.com
Skorrahestar Norðfjarðarsveit: s: 477-1736 & 848-1990

Þátttaka tilkynnist til formanns þíns félags, sem mun svo tilkynna okkur
um þátttöku keppenda, liðsveita ofl. í síðasta lagi föstudaginn 9. júlí.

Kær kveðja,

Matthías (s: 477-1663 & 848-7259) og Kári(s: 860-7112 )