Innanfélagsmót Sjóskips 22. júlí

Innanfélagsmótið í ár er boðað með skömmum fyrirvara og tileinkast það fyrst og fremst vegna þeirra óvissu sem verið hefur á árinu. Sjóskip hefur möguleika á tveimur mótum þetta veiðiár og ákveðið var að grípa næstkomandi helgi þar sem veðurspáin er vænleg og eitthvað að fiski enn til staðar og okkar svæði

Innanfélagsmótið verður því haldið laugardaginn 22. júlí og umgjörð mótsins með minnsta móti sökum stutts fyrirvara en við hvetjum alla félagsmenn að taka þátt

Mæting er kl. 6:30 á Akraneshöfn þar sem mótsgögn verða afhend.
Siglt verður út kl. 07:00 og veiði hætt kl. 14:00
Ekki verður boðið uppá nesti eða drykki um borð á bátunum
Mótsgjald kr. 3.000,-

Enginn beita verður um borð í bátum og undirmál fyrir Þorsk og Ufsa er 50 cm.
Veiðimenn þurfa að slægja fiskinn um borð til að hámarka gæði aflans yfir helgina

Á mótinu verða veitt verðlaun fyrir stærsta fiskinn, flestar tegundir, aflahæsta einstakling og aflahæsta skipstjórann

Lokahófið verður kl 20:00 á Fiskmarkaðinum þar sem boðið verður uppá léttar veitingar

Jóhannes Simonsen formaður Sjóskips tekur við skráningum í síma 860-0942

Kær kveðja,
Sjóskip

Fiskistofa dregur til baka synjun fyrir veiðiheimild

Sjóskip var rétt í þessu að fá sent bréfsefni þar sem fram kemur að Fiskistofa samþykki upphaflegu umskónina og veiti félaginu þar með heimild til að halda sjóstangaveiðimót.

Þar sem Sjóskip fékk Landsamband sjóstangaveiðifélaga og lögmannstofu til að sjá um stjórnsýslukæruna og öll þau samskipti er varðaði upphaflegu synjunina þá mun Sjóskip bera þetta bréf undir þau áður en lengra er haldið varðandi skipulagningu á félagsmóti.

Engu að síður ber að fagna því að stofnunin hafi séð af sér varðandi synjunina sem hefur nú þegar tekið frá okkur skipulagða mótsdaga. Næstu skref ráðast að miklu leiti um heildarmyndina og þá umræddar breytingar sem gerðar voru á reglugerðinni sem urðu félögunum ofviða vegna íþyngjandi ákvæða.