Lokahóf SJÓL 2021 fellt niður

Kæru félagsmenn og aðstandendur.

Eftir samráð stjórnar SJÓL við formenn sjóstangaveiðifélaga hefur verið tekin ákvörðun um að fella niður lokahóf SJÓL 2021 sökum þeirra annmarka sem okkur eru settar vegna Covid-19.

Afhending verðlauna verður þess í stað framkvæmd að loknum formannafundi sjóstangaveiðifélaga innan SJÓL sem haldin verður laugardaginn 4. desember. kl. 10:00 – 13:00

Verðlaunahafar eru boðnir velkomnir kl. 14:00 í Höllina, Grandagarði 18 (félagsh. Sjór) til að taka á móti verðlaunum sínum með formönnum félagana.

Með vinsemd og virðingu,
Stjórn SJÓL

Lokahóf SJÓL 4.des.2021

SJÓL hefur sent frá sér tilkynningu sem sjá má hér að neðan.

Ágætu félagar og aðstandendur.

Stjórn SJÓL hafði áður gefið út að lokahóf sjóstangaveiðifélaga yrði haldið 30. október en nú hefur komið í ljós að ekki er unnt að koma því á laggirnar á óbreyttum tíma.

Stjórn SJÓL hefur því gefið út nýja dagsetningu fyrir lokahóf félagana og er nýja dagsetning laugardagurinn 4. desember. Veislan verður haldin í Höllinni líkt og fyrri ár.

Nánari upplýsingar verða tilkynntar á næstu vikum.

Bestu kveðjur,
Stjórn SJÓL

Aðalmót Sjóskips fellt niður

Kæru félagsmenn og aðstandendur.

Eftir stjórnarfund í gærkvöldi þá varð okkur ljóst að dæmið var ekki að ganga upp til að geta haldið Aðalmót í september eftir að hafa þurft að fresta mótinu vegna veðurs og svo síðar vegna Covid þá hefur framvindan verið okkur afar þröngum kostum gefin.

Niðurstaðan er því sú að ekkert Aðalmót á vegum Sjóskip verður haldið þetta árið en við ætlum að reyna að setja á laggirnar Innanfélagsmót fyrir okkar félagsmenn í september.

Með vinsemd og virðingu,
Stjórn Sjóskips