Lokaútkall!

Kæru veiðifélagar,

Núna eru 8 dagar þar til við munum klára veiðiárið 2016 með heljarinnar veislu þar sem uppskera ársins er tekin saman hjá öllum veiðifélögunum og nýr íslandsmeistari krýndur ásamt fleirum sigrum sem verðlaunað er fyrir besta árangur ársins.

Svo að það sé alveg á hreinu þá er lokahóf Sjól ekki eingöngu haldið fyrir veiðimenn ársins, heldur fyrir alla skráða félaga í þeim 8 sjóstangaveiðifélögum sem standa að Sjól þannig að ég hvet alla til að gleðjast með okkur þetta kvöld og tilkynna þáttöku til ykkar formanns fyrir lok dags á mánudaginn næsta 26.09.2016

Hófið sjálft er haldið laugardaginn 1. október á Hallveigarstíg 1, 101Rvk.

Matseðill kvöldsins.
Forréttur – kremuð Humarsúpa.
Aðalréttur – Naut og bernaises.
Eftirréttur – Súkkulaðikaka og ís.

Miði á lokahófið kostar kr. 10.000,-

Skráning á lokahófið
Stjórn hvers veiðifélags mun halda utan um þáttökulistann og innheimtu á lokahófið þannig að félagsmenn eru vinsamlega beðnir um að tilkynna þáttöku til síns formanns.

Sjáumst hress.
Sigurjón Már Birgisson

Lokahóf SJÓL 01.10.2016

Kæru félagsmenn,

Nú hefur SJÓL „Landsamband sjóstangaveiðifélaga“ hafið undirbúning fyrir aðalviðburð ársins sem er sjálft lokahófið þar sem árið er gert upp og nýr íslandsmeistari krýndur fyrir árið 2016. Nánari upplýsingar um dagskrá kvöldsins verða tilkynnt síðar en það sem liggur fyrir á þessari stundu má sjá hér að neðan.

Hvenær: Laugardaginn 1. október.
Hvar: Hallveigarstígur 1. 101 rvk. (Lídó)
Veitingar: 3. rétta matseðill ásamt fordrykk.
Þátttökugjald: kr. 10.000,-

Skráning á lokahófið
Félagsmenn sem vilja skrá sig á lokahófið eru beðnir um að hafa samband við Jóhannes formann Sjóskip í síma 860-0942.

Undirbúningsnefnd
Formenn félaganna hafa verið beðnir um að hafa sama hátt á og í fyrra með því að tilnefna tvo félagsmenn fyrir undirbúningsnefnd og hvetjum við þá sem vilja taka þátt að hafa samband við Jóhannes.

Árangur okkar á sumrinu 2016

Nú þegar veiðitímabilinu er lokið í sjóstangaveiði fyrir árið 2016 er ávallt gaman að stikla á helstu veiðitölum Sjóskips á mótunum sem haldin voru í sumar. Síðastliðin þrjú ár hafa verið haldin 7. landsmót í stað 8. þar sem Sjóís hefur ekki haldið landsmót síðan 2013 en það er okkar einlæg von um að þeir muni koma aftur til leiks á næsta ári.

Innafélagsmótið sem haldið var 19. mars verður mörgum minnisstætt enda aflabrögð frábær þar sem flestir veiðimenn náðu að veiða sinn stærsta fisk frá upphafi og voru fjórir stærstu þorskarnir stærri en skráð landsmet hjá SJÓL og meðalþyngd á þorskafla mótsins voru rúm 9 kg. Þáttakendur mótsins voru 23 og af þeim voru 13 keppendur frá Sjóskip með 6 nýliða innanborðs.

Aðalmót sumarsins sem telja til íslandsmeistara voru eins og áður hefur komið fram 7. talsins og kepptu 10 félagsmenn á mótum ársins en vekja má athygli á því að einungis tvö sjóstangaveiðifélög tefldu fram fleiri veiðimönnum þetta sumarið. Markmið félagsins er að tefla fram félagssveit á öllum mótum en því miður þá náðum við einungis þeim árangri á 5. mótum sumarsins sem telst alls ekki slæmur árangur að öllu jafna en við viljum gera betur enda er sveitakeppnin ekki síður mikilvæg sem hluti af þeirri þéttu samheldni og félagsstyrk sem við viljum standa fyrir hjá Sjóskip. Af þeim 5. mótum sem við tefldum fram sveit náðum við fjórum sinnum 2. sæti og einu sinni 3. sæti sem er aðeins lakari árangur frá fyrra ári en engu að síður mjög góður og við getum verið stolt af árangrinum okkar.

Það sem stendur uppi á þessu ári að mínu mati eru nokkrir þættir og þá má helst nefna landsmetið sem Marínó Freyr Jóhannesson náði með því að veiða stærstu Ýsuna sem vóg 5.050 gr. og var veidd í Vestmannaeyjum. Marínó hélt síðan áfram að stimpla sig inn sem einn af bestu veiðimönnum Sjóskips með því að vera aflahæsti veiðimaður og skipstjóri á Akranes mótinu, glæsilegur árangur hér á ferð. Sigurjón Már Birgisson var lengi í baráttu um sæti til Íslandsmeistara þetta árið eins og í fyrra en að lokum endaði hann í 3. sætinu. Hvað aðra sigra okkar félagsmanna varðar má nefna að fjórir stærstu fiskar sumarsins pr. tegund veiddu þeir Marínó með Ýsuna, Guðjón Gunnarsson með Makríl og Sigurjón Már Birgisson með Flundru og Marhnút.

Niðurstöðu af aðalmótum ársins er hægt að sjá nánar á www.sjol.is en í stigakeppninni enduðu okkar menn í þessum sætum fyrir sumarið 2016.

3. sæti. Sigurjón Már Birgisson
6. sæti. Marínó Freyr Jóhannesson
16. sæti. Arnar Eyþórsson
22. sæti. Jóhannes Marian Simonsen
33. sæti. Hjalti Kristófersson
34. sæti. Guðjón Gunnarsson
53. sæti. Pétur Þór Lárusson
55. sæti. Fannar Freyr Sveinsson
64. sæti. Óskar Steinar Jónsson
91. sæti. Daði Jóhannesson