Varðandi sjóstangaveiðimót Sjóskips 2017

Kæru félagsmenn.

Í upphafi árs fékk Sjóskip sem og önnur sjóstangaveiðifélög synjun frá Fiskistofu varðandi veiðiheimild fyrir árið 2017 en það er í fyrsta skiptið sem slíkt gerist í tæplega 60 ára sögu á opnum sjóstangaveiðimótum við strendur landsins. Landsamband sjóstangaveiðifélaga hefur síðustu mánuði unnið að sáttarleið sem ekki hefur skilað árangri og því nauðsynlegt að færa málið á næsta stig sem er embættiskæruferli.

Staða mála hjá Sjóskip er því sú að erfitt er að segja til um hvort félagið nái að halda Ílslandsmeistaramót á Akranesi þetta árið.

Kv,
Sjóskip

Aðalmóti Sjóskips 2017 frestað um óákveðinn tíma

Sjóskip hafði skipulagt Aðalmót fyrir árið 2017 dagana 24. og 25. mars næstkomandi en sökum þess að ekki fékkst samþykki fyrir úthlutun aflaheimildar frá Fiskistofu þá sér stjórn félagsins ekki fram á að geta haldið mótið að öllu óbreyttu.

Þetta verður því hugsanlega í fyrsta skiptið frá stofnun félagsins (24 ár) þar sem ekki fæst heimild til að halda opið sjóstangaveiðimót á vegum Sjóskip.

Ákvörðun Fiskistofu er kæranleg til Atvinnuvegaráðuneytis innan þriggja mánaða og hefur Sjóskip líkt og sex önnur sjóstangaveiðifélög leitað til Landssambands Sjóstangaveiðifélaga um aðstoð varðandi samskipti við hið opinbera.

Aðalfundur Sjóskips 27. febrúar

Aðalfundur hjá Sjóstangaveiðifélaginu Skipaskagi verður haldinn mánudaginn 27. febrúar næstkomandi kl. 20:00 í húsi Fiskmarkaðs Íslands, Faxabraut 7.

Við hvetjum alla félagsmenn til að mæta og taka þátt í umræðum, kosningu ofl.

Dagskrá aðalfundar eru eftirtalin í þessari röð:

A. Ársreikningur kynntur. Reikningsskil og samþykkt reikninga.

B. Tillögur stjórnar um starfsemi starfsársins 2017, fjárhagsáætlun og félagsgjöld 2018.

C. Mögulegar lagabreytingar.

D. Kosning stjórnar.

E. Ákvörðun Fiskistofu um að hafna Sjóskip um aflaheimild 2017 í kjölfar breytinga á reglugerð um opinber sjóstangaveiðimót og næstu skref í samvinnu við SJÓL.

Kær kveðja,
Sigurjón Már Birgisson