Aðalmót Sjóskips 27. til 28. maí

Nú hefur verið lokað fyrir skráningu á Aðalmót Sjóskips 2016.

34 keppendur eru skráðir í keppnina og verða frekari upplýsingar um veiðina birtar á síðunni þegar nær dregur en mótsetning er á Vitakaffi kl. 20:00 fimmtudaginn 26. maí.

Fyrir þá sem mæta ekki á mótsetninguna þá mun ég birta á síðunni hvernig veiðimenn raðast niður á bátana þannig að veiðimenn geta mætt beint á bryggjuna ef þeir kjósa það. Greiðsla á mótsgjaldi þarf enn sem áður að skila sér til okkar á fimmtudeginum.

Reikningur félagsins er 552-26-2831 kt. 4908942099

Ef það eru spurningar þá endilega sendið mér línu á sigurjonb@vodafone.is
eða hafa samband í síma 669-9612 kv. Sigurjón

Aðalmót Sjóskips 27. og 28. maí

Aðalmót Sjóskips verður haldið 27. og 28. maí næstkomandi.
Skráning er möguleg á heimasíðunni ofarlega hægra horninu.

Dagskrá mótsins er á þessa leið.

Fimmtudagur 26. maí
Kl. 20:00 Mótssetning verður á Vitakaffi, Stillholti 16.
Skipstjórar og trúnaðarmenn settir í störf.

Föstudagur 27. maí
Kl. 05:30 Mæting á bryggju hjá löndunarkrönum.
Kl. 06:00 Siglt á miðin.
Kl. 14:00 Veiði hætt og haldið til hafnar. Súpa og kaffi í boði á Fiskmarkaðinum.

Laugardagur 28. maí
Kl. 05:30 Mæting á bryggju.
Kl. 06:00 Haldið til veiða á ný.
Kl. 13:00 Veiði hætt og haldið til hafnar.
Kl. 20:00 Lokahóf og verðlaunaafhending verður á Vitakaffi, Stillholti 16-18

Þátttökugjald kr. 15.000,- sem greiðist við mótssetningu.
Aukamiði á lokahófið kr. 5.000,-

Um skráningu.
Skráning á síðunni er fyrst og fremst ætluð til staðfestingar um þáttöku á mótið. Veiðimaður þarf engu að síður að tilkynna þáttöku til formanns þess félags sem hann er aðili að. Formenn senda síðan staðfestingu til Sjóskips um fjölda keppenda, sveitaskipan ofl. Tilkynning frá formananni hvers félags þarf að berast Sjóskip fyrir 23. maí.

Ef það eru einhverjar spurningar varðandi mótið er hægt að hafa samband við Jóhannes formann Sjóskips í síma 860-0942 eða senda okkur tölvupóst á sjoskip@sjoskip.is