Aðalmót Sjósigl 1. og 2. júlí

Fjórða aðalmót sumarins verður opna Sjósigl mótið 1.-2. júlí
Þáttökugjald er kr. 15.000,- og greiðist við mótsetningu.
Innifalið í þáttökugjaldi er miði á lokahófið, Mótsgögn og nesti í keppni.
Aukamiði á lokahófið kostar kr. 5.000,-

Fimmtudagur 30. júní
Kl. 20:00  Mótssetning á Allanum gluggabar. Létt máltíð í boði Sjósigl.

Föstudagur 1. júlí
Kl. 05:30   Mæting á bryggju
Kl. 06:00   Haldið til veiða
Kl. 14:00   Veiði hætt og haldið til hafnar
Kl. 20:30   Farið yfir aflatölur dagsins á Allanum gluggabar

Laugardagur 2. júlí
Kl. 05:30   Mæting á bryggju
Kl. 06:00   Haldið til veiða
Kl. 14:00   Veiði hætt og haldið til hafnar
Kl. 20:00   Lokahóf mótsins á Allanum gluggabar

Félagar SJÓL tilkynni þátttöku sína til síns formanns í síðasta lagi miðvikudaginn
22. júní nk.  kl. 20:00

Aðalmót Sjósnæ 24. og 25. júní FRESTAÐ

Þriðja aðalmót sumarins verður opna Sjósnæ mótið 24.-25. júní
Þáttökugjald er kr. 15.000,- og greiðist við mótsetningu.
Innifalið í þáttökugjaldi er miði á lokahófið, Mótsgögn, Nesti í keppni, kaffi við komu í land og miðar í sund. Aukamiði á lokahófið kostar kr. 5.000,-

Fimmtudagur 23. júní
Kl. 20:00  Mótssetning í húsnæði félagsins við Ennisbraut 1. Súpa, brauð og kaffi
Föstudagur 24. júní
Kl. 05:30   Mæting á bryggju
Kl. 06:00   Haldið til veiða frá Ólafsvík
Kl. 14:00   Veiði hætt og haldið til hafnar. Kaffi hjá Sjósnæ þegar komið er í land
Kl. 20:00   Farið yfir aflatölur fyrri dags hjá Sjósnæ
Laugardagur 25. júní
Kl. 05:30   Mæting á bryggju
Kl. 06:00   Haldið til veiða frá Ólafsvík
Kl. 14:00   Veiði hætt og haldið til hafnar. Kaffi hjá Sjósnæ þegar komið er í land
Kl. 20:00   Lokahóf mótsins
Félagar SJÓL tilkynni þátttöku sína til síns formanns í síðasta lagi þriðjudaginn 14. júní nk. Sjósnæfélagar tilkynni þátttöku sína og Jóns B. formanns í s. 891 7825, eða á netfangið haarif@haarif.is  í síðasta lagi kl. 20:00 þriðjudaginn 14. júní nk.

AÐALMÓT SJÓR 17.- 18. JÚNÍ

Komið er að aðalmóti SJÓR á Patreksfirði 17. og 18 júní.
Þáttökugjald er kr. 15.000,- og greiðist við mótsetningu.
Innifalið í þáttökugjaldi er miði á lokahófið. Aukamiði á lokahófið kostar kr. 5.000,

Fimmtudagur 16. júní
Kl. 20:00 Mótsetning. Kjötsúpa í boði SJÓR í félagsheimili Patreksfjarðar
Kl. 21:00 Mótið sett, skipstjórar og trúnaðarmenn settir í störf

Föstudagur 17. júní
Kl. 05:30 Mæting á bryggju hjá löndunarkrönum
Kl. 06:00 Siglt á fengsæl mið
Kl. 14:00 Veiði hætt og haldið til hafnar
Kl. 19:30 Plokkfiskur á veitingastaðnum Heimsenda, Eyrargötu 5 í boði SJÓR
Farið verður yfir helstu aflatölur dagsins.

Laugardagur 18. júní
Kl. 05:30 Mæting á bryggju
Kl. 06:00 Haldið til veiða á ný
Kl. 14:00 Veiði hætt og haldið til hafnar
Kl. 20:30 Lokahóf og verðlaunaafhending á veitingastaðnum Heimsenda, Eyrargötu 5

Skráning á mótið er hægt að tilkynna á heimasíðu SJÓR , með tölvupósti á sjorek@outlook.com  eða til formanns þíns félags fyrir kl. 20:00, 8. júní.
Formaður hvers félags tilkynnir síðan SJÓR sama dag keppendur, sveitir ofl.

Boðið er uppá 1. dags veiði
Samkvæmt þriðju grein laga SJÓL verður boðið upp á 1. dags veiði.
Veiðimaður sem skráir sig til veiði í einn dag skal gera grein fyrir hvorn daginn hann vill veiða og mun mótstjórn kappkosta við að verða við þeim óskum.

Ferjan Baldur
Baldur siglir frá Stykkishólmi kl. 9:00 og aftur kl. 15:45 fimmtudaginn 16. júní.
Baldur siglir svo frá Brjánslæk kl. 12:15 og aftur kl. 19:00 sunnudaginn 19. júní.
Athugið að panta þarf fyrirfram fyrir bíla í síma 433 2254.