Aðalmóti Sjóskips 2017 frestað um óákveðinn tíma

Sjóskip hafði skipulagt Aðalmót fyrir árið 2017 dagana 24. og 25. mars næstkomandi en sökum þess að ekki fékkst samþykki fyrir úthlutun aflaheimildar frá Fiskistofu þá sér stjórn félagsins ekki fram á að geta haldið mótið að öllu óbreyttu.

Þetta verður því hugsanlega í fyrsta skiptið frá stofnun félagsins (24 ár) þar sem ekki fæst heimild til að halda opið sjóstangaveiðimót á vegum Sjóskip.

Ákvörðun Fiskistofu er kæranleg til Atvinnuvegaráðuneytis innan þriggja mánaða og hefur Sjóskip líkt og sex önnur sjóstangaveiðifélög leitað til Landssambands Sjóstangaveiðifélaga um aðstoð varðandi samskipti við hið opinbera.

Aðalfundur Sjóskips 27. febrúar

Aðalfundur hjá Sjóstangaveiðifélaginu Skipaskagi verður haldinn mánudaginn 27. febrúar næstkomandi kl. 20:00 í húsi Fiskmarkaðs Íslands, Faxabraut 7.

Við hvetjum alla félagsmenn til að mæta og taka þátt í umræðum, kosningu ofl.

Dagskrá aðalfundar eru eftirtalin í þessari röð:

A. Ársreikningur kynntur. Reikningsskil og samþykkt reikninga.

B. Tillögur stjórnar um starfsemi starfsársins 2017, fjárhagsáætlun og félagsgjöld 2018.

C. Mögulegar lagabreytingar.

D. Kosning stjórnar.

E. Ákvörðun Fiskistofu um að hafna Sjóskip um aflaheimild 2017 í kjölfar breytinga á reglugerð um opinber sjóstangaveiðimót og næstu skref í samvinnu við SJÓL.

Kær kveðja,
Sigurjón Már Birgisson

Lokaútkall!

Kæru veiðifélagar,

Núna eru 8 dagar þar til við munum klára veiðiárið 2016 með heljarinnar veislu þar sem uppskera ársins er tekin saman hjá öllum veiðifélögunum og nýr íslandsmeistari krýndur ásamt fleirum sigrum sem verðlaunað er fyrir besta árangur ársins.

Svo að það sé alveg á hreinu þá er lokahóf Sjól ekki eingöngu haldið fyrir veiðimenn ársins, heldur fyrir alla skráða félaga í þeim 8 sjóstangaveiðifélögum sem standa að Sjól þannig að ég hvet alla til að gleðjast með okkur þetta kvöld og tilkynna þáttöku til ykkar formanns fyrir lok dags á mánudaginn næsta 26.09.2016

Hófið sjálft er haldið laugardaginn 1. október á Hallveigarstíg 1, 101Rvk.

Matseðill kvöldsins.
Forréttur – kremuð Humarsúpa.
Aðalréttur – Naut og bernaises.
Eftirréttur – Súkkulaðikaka og ís.

Miði á lokahófið kostar kr. 10.000,-

Skráning á lokahófið
Stjórn hvers veiðifélags mun halda utan um þáttökulistann og innheimtu á lokahófið þannig að félagsmenn eru vinsamlega beðnir um að tilkynna þáttöku til síns formanns.

Sjáumst hress.
Sigurjón Már Birgisson